Lög um réttindagæslu fyrir fatlað fólk - auðskilið

For-máli

Með lögum um málefni fatlaðs fólks árið 2010 var ákveðið að setja sér-stök lög um réttinda-gæslu fyrir fatlað fólk. Meðal annars  um réttinda-gæslu-menn, persónu-lega tals-menn og að-gerðir til að draga úr því að fatlað fólk sé beitt nauðung.

Þessi lög voru sett árið 2012.

Hér eru nokkur atriði laganna á auð-skildara máli.

Þetta eru ekki lögin í heild. Þú getur lesið þau annars-staðar á síðunni.

Þar getur þú líka skoðað bækling sem velferða-ráðuneytið hefur gefið út á auð-lesnu máli

 

Mark-mið laganna

Lögin eiga að tryggja að fatlað fólki  fái aðstoð við að gæta réttinda sinna og  að sjálfs-ákvörðunar-réttur fatlaðs fólks sé virtur. Líka að farið sé eftir ákveðnum reglum þegar grípa þar inn í líf fatlaðs fólks.

Það á að taka mið af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks við réttind-gæslu fatlaðs fólks

Yfir-stjórn.

Velferða-ráðherra og velferða-ráðuneytið fer með yfir-stjórn réttinda-gæslu fatlaðs fólks og þar á að vera réttinda-vakt

Réttinda-vaktin  á meðal annars að :


Fylgjast með og leið-beina réttinda-gæslu-mönnum

Safna upp-lýsingum um réttinda-mál  og þróun í þjónustu við fatlað fólk

Fylgjast með nýjungum í hugmynda-fræði  sem kunna að leiða til aukinna lífs-gæða fyrir fatlað fólk,

Bera ábyrgð á fræðslu- og upp-lýsinga-starfi í sam-vinnu við  alla þá sem málið varðar og annast útgáfu á auð-lesnu efni og bæklingum um réttindi fatlaðs fólks,

Vinna gegn  for-dómum og auka þekkingu fólks á hvað  fatlað fólk  getur


Réttinda-gæslu-menn fatlaðs fólks.
Réttinda-gæslu-menn fatlaðs fólks eru ráðnir af ráð-herra og starfa á ákveðnum svæðum.

Þú sérð hver svæðin eru og  færð frekri upplýsingar um réttinda-gæslu-menn annars-staðar á þessari síðu.

Réttinda-gæslu-menn eiga að hafi  reynslu af mál-efnum og réttindum fatlaðs fólks og  helst líka menntun sem nýtist þeim í starfi.

Réttinda-gæslu-menn eiga að  fylgjast með  þjónustu  við fatlað fólks  og aðstoða  það við réttinda-gæslu. Aðstoðin getur verið mis-munandi. Til dæmis varðandi peninga eða  önnur  einka-mál sem fatlað fólk óskar eftir aðstoð við

Forstöðu-fólk á heimilum fyrir fatlað fólk á að gefa réttinda-gæslu-manni allar upp-lýsingar sem hann þarf vegna réttinda-gæslu. En þarf áður að fá  samþykki fatlaða einstaklingsins og persónu-legs tals-manns ef um persónu-lega hluti er að ræða.

Það er skylda allra að tilkynna til réttinda-gæslu-manns ef þeir halda að brotið sé á rétti fatlaðs einstaklings.

Fatlaður einstaklingur, sem finnst að það sé brotið á sér, getur til-kynnt það réttinda-gæslu-manni á sínu svæði.

Réttinda-gæslu-maður getur líka tekið upp mál sjálfur.

Ef  réttinda-gæslu-maður heldur  að brotið hafi verið á rétti fatlaðs einstaklings, aðstoðar réttinda-gæslu-maður hann við að fá úr því bætt eftir óskum hins fatlaða einstaklings.

Vilji þeir sem   réttinda-gæslu-maður hefur haft sam-band við ekki bæta úr málunum skoðar hann hvort hægt sé að kæra það til úrskurðar-nefndar félags-þjónustu og húsnæðis-mála.  Réttinda-gæslu-maður aðstoðar líka við að kæra og fylgja  málinu eftir ef óskað er eftir því.

Réttinda-gæslu-maður verður að meta í hverju tilviki fyrir sig, í samráði við hinn fatlaða einstakling, hvort rétt sé að til-kynna mál til ráðu-neytisins.

 

Persónulegir talsmenn fatlaðs fólks.

Fatlað fólk sem er  lög-ráða en vegna fötlunar sinnar á erfitt með að gæta réttar síns og hags-muna á rétt á persónu-legum tals-manni. Flestir sem eru 18 ára og eldri eru lög-ráða.

Fatlaður einstaklingur velur sér tals-mann og getur óskað eftir aðstoð við það frá réttinda-gæslu-manni. Réttinda-gæslu-maður á að skrifa undir samning á milli fatlaðs einstakling og tals-mannsins sem hann hefur valið.

Einstak-lingurinn og persónu-legur tals-maður hans skrifa undir sam-komu-lag um aðstoðina sem réttinda-gæslu-maður geymir.

Ef fatlaður einstak-lingur getur ekki sjálfur valið sinn tals-mann á að hafa samráð við nánustu  aðstandendur  um að aðstoða við að velja tals-mann.

Geti hinn fatlaði einstaklingur ekki sjálfur skrifað undir sam-komulag við tals-mann  getur réttinda-gæslu-maður aðstoðað við það eftir  ákveðnum reglum 

Persónulegur tals-maður á að vita um  þarfir og áhug-mál þess sem hann aðstoðar og á að fá fræðslu um hvert er hlutverk persónu-legra talsmanna.

Persónu-legur tals-maður fær ekki laun  en á að fá borgaðan kostnað við að vera tals-maður.

Allt sem persónu-legur tals-maður  gerir,  á hann að gera í sam-ráði við og með samþykki hins fatlaða einstaklings og alltaf að hugsa um hags-muni hans..

Réttinda-gæslu-menn eiga að halda skrá um persónu-lega tals-menn á sínu svæði og hafa eftirlit með störfum þeirra.

Fatlaður  einstaklingur getur hvenær sem er áveðið að hætta að nota þann  persónu-lega tals-mann sem hann hefur og á réttinda-gæslu-maður aðstoða hann við það ef hann óskar eftir því.

Réttinda-gæslu-maður getur líka með sam-þykki hins fatlaða einstaklings og í sam-ráði við réttinda-vakt ákveðið að segja upp samningi við persónu-legan tals-mann ef honum finnst að hann sé ekki að gæta réttar þess sem hann er tals-maður fyrir.

Persónu-legur tals-maður getur líka hvenær sem er hætt.

Persónu-legir tals-menn eiga aðal-lega að að-stoða fatlað fólk við að:  

  1. Að gæta réttar síns.

Persónu-legur tals-maður aðstoðar fatlað fólk  þegar ákvarðanir eru teknar um þá þjónustu sem það nýtur eða á rétt á. Ef fatlaður ein-staklingur er með persónu-legan tals-mann á alltaf að kalla hann til þegar gera á miklar breytingar á þjónustunni.

  

  1. Persónu-legar ákvarðanir.

Persónu-legur tals-maður styður fatlaðan ein-stakling við að  taka ákvarðanir, svo sem um  ýmis-konar með-ferð, val á búsetu, atvinnu, tóm-stundum og fleira. Persónu-legur tals-maður á að skoða hvort ein-staklingur býr við góð lífs-kjör og bendir á það sem betur mætti fara í sam-ráði við hinn fatlaða ein-stakling.

  1. Eftir-lit með peningum.

Ef fatlaður einstak-lingur borgar í sam-eigin-lega sjóði, til dæmis í hús-sjóð eða vegna sam-eigin-legs heimilis-halds, á persónu-legur tals-maður með sam-þykki hins fatlaða ein-staklings rétt á að vita um hvernig þeir peningar eru notaðir . Til þess að fylgjast með því á tals-maður rétt  á að koma á hús-fundi og aðra  fundi þar sem það er rætt.

  1. Að-stoð við að nota peninga.

Hægt er að gera sam-komulag að  persónu-legur tals-maður sjái um að borga dag-lega hluti fyrir fatlaðan ein-stakling sam-kvæmt sér-stökum reglum.

Persónu-legur tals-maður má hins vegar ekki ákveða kaup á dýrum hlutum fyrir hönd þess sem hann aðstoðar nema  ein-staklingurinn  hafi veitt honum skri-flegt leyfi.

 

Reglur til að minnka hættu á að fatlað fólk sé beitt nauðung.

Hvað er nauðung?

Í bæk-ling velferða-ráðuneytis um réttinda-gæslu er nauðung útskýrð svona:

Nauðung er þegar líkam-leg þvingun er notuð. Það er líka nauðung þegar fólk fær ekki að hafa hluti sem það á. Það er nauðung þegar fólk er þvingað til að gera það sem það vill ekki gera eða fær ekki að gera það sem það vill.

Öll nauðung er bönnuð nema veitt hafi verið sérstakt leyfi  eða um sé að ræða neyðar-tilvik   

Þetta á við um alla þá sem veita fötluðu fólki þjónustu á heimilum þess og í dag-legu lífi.

Það er líka  bannað að fylgjast með fötluðu fólki á heimili sínu,  til dæmis með mynda-vélum eða hljóð-nemum nema veitt hafi verið sérstakt leyfi.

Þeir sem skipu-leggja þjónustuna eiga að  fræða þá sem vinna með fötluðu fólki um hvað nauðung er og hvernig megi ef til vill koma í veg fyrir að beita þurfi nauðung.

 

Skil-greiningar.

Í lögunum sjálfum er nauðung útskýrð með því að nauðung sé:

Þegar eitthvað er gert sem minnkar mögu-leika fólks á að taka ákvarðanir í eigin málum,  gegn vilja þess. Eða minnkar svo mögu-leikana á að taka eigin ákvörðun að það telst nauðung þótt fólk mót-mæli ekki

Þar getur verið um að ræða við meðal annars:

  • Líkam-leg vald-beiting,

  • Hús-næði sem til-heyrir einstaklingnum er læst.

  • Fólk er læst inni eða ferða-frelsi skert.

  • Fólk er flutt milli staða gegn vilja sínum.

  • Fólk fær ekki að nota hluti sem það á þegar það vill

  • Fólk  er þvingað til að gera hluti, til dæmis taka lyf eða nota hjálpar-tæki.

  • Fólk er beitt  valdi eða þvingun við hluti eins og tann-burstun, bað-ferðir og fleiri dag-legar athafnir.

 

Undan-þágur.
Í sér-stökum tilvikum er heimilt að víkja frá banni við að beita nauðung.

Þá þarf að fá  leyfi frá sérstakri nefnd og sýna fram á að til-gangur með að beita nauðungar eða fjar-vöktunar sé :

  1. Að koma í veg fyrir að fatlaður ein-staklingur meiði sjálfan sig eða aðra  eða skemmi dýra hluti.

  2. Að það þurfi að beita nauðung varðandi til dæmis, mat, ,lyf, hjálpar-tæki og hreinlæti ef heilsu fólks getur skaðast. Til þess að draga úr að fólk geri hluti  sem eru afar óæskilegir ef það vegna fötlunar sinnar skilur ekki afleiðingarnar

Neyðar-tilvik.
Stundum er ekki tími til að sækja um leyfi til að grípa inní eitthvað sem er að gerast, þá má beita nauðung  til að koma í veg fyrir að fatlaður ein-staklingur meiði sjálfan sig eða aðra eða skemmi dýra hluti.

Það á að  skrá á sérstök-blöð öll slík tilvik. Meðal annars hvað það var sem gerðist, hvað var gert og hvers vegna.

Þessi blöð á að senda til sér-staks sérfræði-teymis innan viku.

 

Sérfræði-teymi.

Í sérfræði-teyminu eru 7  manns sem hafa  sér-þekkingu á mál-efnum fatlaðs fólks og þekkingu og reynslu af aðferðum til að koma í veg fyrir beitingu nauðungar

Þegar forstöðu-maður eða annar sem ber ábyrgð á þjónustu við fatlað fólk heldur að það geti þurft að beita ein-hvern nauðung, verður hann fyrst hafa samband við  sérfræði-teymið

Sérfræði-teymið á  þá að:

  1. Veita ráð-gjöf, meðal annars um hvað teljist nauðung og hvað annað er hægt að gera en að beita nauðung

  2. Veita umsögn um óskir um undan-þágu frá banni við beitingu nauðungar eða fjar-vöktun.

  3.  Taka við til-kynningum um beitingu nauðungar í neyðar-tilvikum og halda skrá um beitingu nauðungar.

 

Undanþágu-nefnd

Í undanþágu-nefndinni eru  3 ein-staklingar sem hafa  sér-staka þekkingu á mann-réttinda-málum, þjónustu við fatlað fólk og fram-kvæmd laga á því sviði

Nefndin  fer yfir allar óskir um undan-þágu frá banni við beitingu nauðungar og banni við fjar-vöktun og tekur ákvörðun um hvor það á að veita undan-þágu.

Ef það er óskað eftir því að fólk geti ekki um lengri tíma farið frjálst ferða sinna innan heimilis síns eða út af því  á að senda slík mál til dóm-stóla

Unda-þágu-nefndin á aðeins að veita leyfi sem skerðir ferða-frelsi ef  nefndinni telur að hætta sé á því fólk skaði sjálfan sig eða aðra eða skemmi dýra hlut.


Beiðni um undan-þágu frá banni við beitingu nauðungar og fjar-vöktun

Beiðni um undan-þágu á alltaf að vera skriflega á sér-stöku blaði sem undanþágu-nefndin lætur gera

Réttinda-gæslu-maður  á  að leið-beina fólki  um rétt þeirra sinn til að velja sér persónu-legan talsmann.

Í beiðninni á að koma fram:

  1. Hver beri fag-lega ábyrgð

  2. Af hverju þurfi að fá undan-þágu .

  3. Hver sé heilsa þess sem beita á nauðung.

  4. Hvort rætt hafi verið við þann sem beita á nauðung um hvað eigi að gera og hvað honum finnist um það.

  5. Hvað lögráða-manni eða persónu-legum tals-manns við-komandi finnst um beitingu nauðungar. Ef einstak-lingurinn hefur  ekki valið sér persónu-legan tals-mann þarf að sýna fram á að honum hafi verið bent á það

  6. Um-sögn sérfræði-teymis 

  7. Upplýsingar um fjölda starfs-manna, menntun þeirra og þjálfun.

  8. Hvernig staðið verði að skráningu og innra eftirliti.

 

Máls-meðferð.

Undanþágu-nefnd tekur beiðni til umræðu eins fljótt og hún getur  og ekki  síðar en tveimur vikum eftir að hún barst

 

Ef nefndinni finnst vanta meiri upplýsingar á leita eftir þeim strax og ákvörðun tekin eins fljótt og hægt er

 

Fatlaði ein-stak-lingurinn, lögráða-maður hans, persónu-legur tals-maður eða nánasta aðstandandi eftir atvikum  eiga líka að fá tæki-færi til að segja hvað þeim finnst um umsóknina

 

Við ákvörðun sína á nefndin  að skoða  atriða eins og :

  1. Hvort allar að-ferðir sem ekki fela í sér nauðung hafi verið reyndar.

  2. Hvaða menntun og reynslu þeir sem bera faglega ábyrgð hafi.

  3. Hvort nauðung gagn-vart hinum fatlaða geti komið niður á öðrum einstak-lingum sem búa á sama heimili.

  4. Að nauðung sú sem sótt er um gangi ekki lengra en nauð-syn-legt telst til þess að til-gangi hennar verði náð.

     

Ákvörðun
Ef undanþágu-nefnd sam-þykkir beiðnina á hún að láta fatlaða einstak-linginn vita, lögráða-mann hans,  réttinda-gæslu-mann, persónu-legan talsmann eða nánasta aðstand-enda

 

Nefndin á  leið-beina  um rétt til að bera málið undir dóm-stóla  

Ákvörðunin á að vera skýr varðandi hvað má gera og til hvaða tíma undan-þágan  gildir

Líka hvaða skilyrði eru sett og hvaða kröfur séu gerðar til starfs-manna  og fleira sem nefndin telur mikil-vægt.

 

Ef undan-þága til líkam-legrar vald-beitingar er veitt, skal það gert að skilyrði að við-komandi starfs-menn hafi sótt námskeið um líkam-lega vald-beitingu.

Leyfið á að vera tíma-bundið og aldrei veitt til lengri tíma en nauð-synlegt er og lengst til tólf mánaða.

.
Ákvarðanir nefndarinnar  er hægt að kæra til dómara og á hann að taka ákvörðun innan viku frá því að kæra berst honum.

 

Á meðan dómarinn er að taka ákvörðun gildir undan-þágan

 

 

Skráning.
Þjónustu-aðilar eiga að halda skrá um öll atvik þar sem einstak-lingur er beittur nauðung eða notuð er fjar-vöktun hvort sem um er að ræða undan-þágu eða neyðar-tilvikum.

 

Það á að skrá hvernig nauðungin eða fjar-vöktunin var fram-kvæmd, hversu lengi hún stóð yfir, hverjir fram-kvæmdu hana  og annað sem nauð-synlegt er  svo sem hvort einhver meiðsl hafi orðið eða skemmdir af hennar völdum.

Þjónustu-aðilar sem hafa fengið undan-þágu skulu einu sinn í mánuði senda sérfræði-teymi skýrslu

 

Upp-lýsingar um beitingu nauð-ungar í neyðar-tilvikum skulu sendar sérfræði-teymi innan viku frá atviki

           

Ýmis ákvæði.
 
Þagna-skylda.
Réttinda-gæslu-menn og persónu-legir tals-menn þeirra eru bundnir þagnar-skyldu um allt sem þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara vegna hagsmuna hins fatlaða ein-staklings.

Þagnar-skyldan helst þó að hinn fatlaði ein-staklingur sé dáinn og þó að réttinda-gæslu-maður eða persónu-legur tals-maður hætti.

Ákvæði til bráða-birgða

Ráðherra á að  skipa starfs-hóp til að endurskoða fyrirkomulag réttindagæslu fyrir fatlað fólk

Starfs-hópurinn á að skoða hvort ekki sé betra að litið sé á réttindagæslu sem mannréttinda-mál en ekki félagslegt málefni.

Starfs-hópurinn á að fara eftir af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Skoða á möguleika á að færa réttinda-gæsluna til ráðuneytis mannréttinda-mála, eða veita Mannréttinda-skrifstofu Íslands lögbundið hlutverk til að sinna verkefninu

Starfs-hópurinn verði skipaður fulltrúum ráðuneyta hagsmuna-samtaka fatlaðs fólks, Sambands íslenskra sveitar-félaga og Rannsókna-seturs í fötlunar-fræðum.