Reglu-gerð um þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum frá því í desember 2010 - auðskilið

Hvað er reglu-gerð?
Reglu-gerð er ákvörðun um hvernig á að framkvæma það sem búið er að ákveða  í lögum.

Þessi reglu-gerð er um sérstakan stuðning sem fatlað fólk 18 ára og eldra á rétt á á að fá heima hjá sér og ákveðið hefur verið í lögum um málefni fatlaðs fólks.

Markmiðið með reglu-gerðinni
Fatlað fólk á að fá aðstoð við að búa þar sem það vill og þeim hentar best.

Þjónustan á að vera þannig að fatlað fólk geti lifað góðu lífi þar sem það býr. Fatlað fólk að fá aðstoð til að vera sem mest sjálfstætt og stjórni sínu eigin lífi og heimili.

Hvernig á að sækja um þjónustu ?
Það er hægt að sækja um þjónustu þegar maður er 16 ára en maður fær þó ekki þjónustu  samkvæmt þessar reglu-gerð fyrr en maður er 18 ára

Allir þeir sem þurfa á þjónustunni að hald eiga að hafa samband við það sveitar-félag þar sem þeir búa og óska eftir þjónustu.
Sveitar-félagið skoðar málið og ákveður hvort þú þarft meiri eða öðruvísi þjónustu en öll sveitarfélög eiga að veita samkvæmt lögum um félags-þjónustu


Ef þú þarft slíka þjónustu er haft samband við þig og umsóknin þín send  til sérstakrar skoðunar hjá hópi af fólki sem þekkir vel til hvað  aðstoð fatlað fólk þarf til að geta lifað góðu lífi.

Þú átt að fá svar frá hópnum um hvernig og  mikla þjónustu þau telja  þú þurfir  áður en 5 mánuðir eru liðnir frá því að þú skilaðir inn umsókninni til sveitar-félagsins.  Sveitar-félagið þitt fær sömu upplýsingar og á að tak ákvörðun um hvað mikla þjónustu þú fáir í samráði við þig og þitt fólk

Samningur um þjónustu
Þegar það er búið að ákveða hvað mikla þjónustu þú þarft, á að gera við þig samning.

Í samningnum á meðal annars standa hvað mikla þjónustu þú átt að fá og fleira. Til dæmis hvar þú ætlar að búa. Þú átt að geta fengið þjónustu þar sem þú vilt búa en ekki þurfa að flytja í sérstök hús til ð geta fengið þjónustu.

Þú getur ef þú þarft fengið aðstoð við að skilja og ganga frá samningum til dæmis hjá réttinda-gæslumanni

Það á að ganga frá samningi við þig um hvenær þú fáir þjónustu áður en eitt ár er liðið frá því þú sóttir um.Ef það tekst ekki eiga þeir sem sjá  um þjónustuna að hafa samband við þig og gera nýja áætlun um hvenær þú átt að fá þjónustu


Þjónustu-áætlun
Allir sem þurfa mikla  þjónustu í langan tíma eiga að fá áætlun um hvernig þjónustan á að vera.Þeir sem útvega þjónustuna bera ábyrgð á því . Í þjónustu-áætlunin á að standa hver ber ábyrgð á að þú fáir   fjölbreytta þjónustu .

Þjónustu-áætlunina á síðan að skoða reglulega. Einu sinni á ári á að fara yfir áætlunina með þér og þú átt þá að segja hvernig þú villt að áætlunin verði til framtíðar. Ef þú og sá sem útvegar þjónustuna eruð sammála um að hverju eigi að breyta á að breyta áætluninni áður en þrír mánuðir eru liðnir frá því að þið ákváðuð það.


Húsaleigu-samningar
Það á að gera löglega húsaleigu-samninga við alla sem búa í húsnæði sem aðrir eiga.

Þú átt að borga fyrir leiga á  húsnæði sem þú einn notar og er kallað einka-rými. Stundum þarftu líka að borga hlut í leigu fyrir húsnæði sem þú notar með öðrum og er kallað sameiginlegt-rými.

Þú átt ekki að borga leigu fyrir húsnæði sem er fyrir starfsfólk eða er sérstaklega gert vegna þess að fatlað fólk býr í húsin.

Hússjóður
Þú átt aldrei að þurf að borga fyrir hluti sem starfsfólkið er að nota. Ef starfsfólkið borðar hjá þér og þú borgar matinn átt þú að fá borgað til baka það sem maturinn þeirra kostar

Þú þarft að borga þinn hlut í  reikningum vegna þess sem þú ásamt fleirum notið saman til dæmis rafmagns-reikning og hita.
Þú átt ekki að borga fyrir viðgerðir á húsnæði,það á ð vera innifalið í leigunni, en þú þarft að borga fyrir viðhald á tækjum sem þú notar eins þvottavél ísskáp og sjónvarp. Ef þú ert með þín eigin tæki áttu bara að borga fyrir viðhald á þeim ekki líka af sameiginlegum tækjum.

Ef þú býrð ekki í séríbúð þurfið þið sem búið samann að stofna sjóð sem þið borgið í til  að borga sameiginleg reikninga og kaupa mat.

Það á samt að reyna að sem flestir reikninga séu borgaðir beint af þeim sem nota og þið borgið sem minnst í sameiginlega sjóðinn.

Um áramót á að reikna út hvað þið hafið notað mikið af peningunum sem voru í sameiginleg sjóðnum Ef það eru miklir peningar eftir í sameiginlega sjóðnum eigið þið að fá borgað til bak úr sjóðnum.

Einu sinni á ári á að fara yfir með íbúum og talsmönnum þeirra hvað sé mikið til í sjóðnum og i hvað peningarnir hafa verið notaðir.

Húsnæði
Fatlað fólk á sama rétt og aðrir að fá almennt leigu-húsnæði hjá sveitar-félögum.

Ef þú þarft sérstakt húsnæði vegna fötlunar eða þjónustu eiga þeir sem veita þjónustuna að sjá til að svoleiðis húsnæði sé til fyrir þig.

Allt húsnæði á að vera staðsett þar sem annan fólk býr og það á að reyna að hafa það nálægt  til dæmis strætó-leiðum og verslunum

 
Fjöldi  íbúða í sama húsi
Húsnæði fyrir fatlað fólk sem er tekið í notkun eftir 1 janúar 2011 á að vera þannig:

Í fjölbýlis-húsum  skulu ekki fleiri en 4-6 íbúðir vera saman. Það mega síðan vera 4-6 íbúðir annarsstaðar í húsinu. Samtals mega því vera í fjölbýlis-húsi,þar sem líka býr ófatlað fólk, 8-10 íbúðir fyrir fatlað fólk.

Íbúðir þar sem er sameiginlegt rými eiga ekki að vera fleiri en 4-6 í sama húsi

Stærð á íbúðum
Allar íbúðir fyrir fatlað fólk sem eru teknar í notkun eftir 1.janúar 2011 eiga  að minnsta kost að vera eins stórar og aðrar löglegar íbúðir og fylgja sömu reglum um stærð. Að auki getur þurft að hafa þær stærri vegna þess að fatlað fólk þarf stundum stærra húsnæði vegna fötlunar sinnar.

Sveitar-félög þurfa ekki að fara eftir þessum reglum ef þau eru að breyta eldri húsum í íbúðir fyrir fatlað fólk fyrr en 1 júlí 2013. Eftir það eiga allar að fylgja þessum reglum.

Húsa-leiga
Með þessari reglu-gerð var líka breytt reglum um húsa-leigu þannig að það mátti hækka húsa-leiguna hjá þeim sem voru með húsaleigu-samning sem tóku mið af reglunum frá 2002.

Húsa-leigan má verða jafnhá og  ef hún hefði hækkað jafn mikið og verð á vörum á Ísland frá árinu 2003.

Síðan á leigan að hækka samkvæmt sömu reglum og hjá öðrum sem búa í félagslegu leigu-húsnæði hjá sveitar-félögum