Formálsorð.
Ríkin, sem eiga aðild að samningi þessum,
a) sem minnast meginreglna, sem kunngerðar eru í sáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar sem meðfædd
göfgi og verðleikar og jöfn og óafsakanleg réttindi allra manna eru viðurkennd sem hornsteinn frelsis, réttlætis og friðar í heiminum,
d) sem minnast alþjóðasamningsins um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, alþjóðasamningsins um borgaraleg
og stjórnmálaleg réttindi, alþjóðasamningsins um afnám alls kynþáttamisréttis, samningsins um afnám allrar mismununar gagnvart
konum, samningsins gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða lítillækkandi meðferð eða refsingu, samningsins um réttindi barnsins og
alþjóðasamningsins um verndun réttinda allra farandlaunþega og fjölskyldumeðlima þeirra,
j) sem viðurkenna nauðsyn þess að stuðla að og vernda mannréttindi alls fatlaðs fólks, einnig þess sem þarf
mikinn stuðning,
n) sem viðurkenna gildi þess fyrir fatlað fólk að vera sjálfrátt og sjálfstætt, meðal annars að hafa frelsi
til að taka eigin ákvarðanir,
o) sem telja að fatlað fólk ætti að eiga kost á því að eiga virka aðild að ákvarðanatöku um
stefnumið og áætlanir, m.a. ákvarðanatöku sem varðar það með beinum hætti,