Múrbrjóturinn 2014
Í dag á alþjóðadegi fatlaðs fólks veittu Landssamtökin Þroskahjálp Múrbrjóta til aðila sem þykja hafa sýnt frumkvæði og ýtt undir nýsköpun varðandi þátttöku fatlaðs fólks og þannig sýnt samfélagslega ábrygð. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra afhenti Múrbrjótinn við hátíðlega athöfn.
Múrbrjótinn í 2014 hljóta, fyrir fræðsluerindið Af hverju er barnið mitt ekki úti að éta sand? mæðgurnar Embla Guðrúnar- og Ágústsdóttir og Guðrún Hjartardóttir, Stígamót fyrir það frumkvæði að ráða sérfræðing í málefnum fatlaðs fólks til starfa og Birna Guðrún Baldursdóttir fyrir að starfrækja klúbb fyrir ungmenni á einhverfurófi á Akureyri.
Landssamtökin Þroskahjálp hafa haldið upp á alþjóðlegan dag fatlaðs fólks frá árinu 1993 með áherslu á að auka reisn, réttindi og velferð fólks með fötlun. Markmiðið er einnig að auka vitund fólks um þau samfélagslegu verðmæti sem felast í samskipan, þar sem fatlað fólk eru þátttakendur á öllum sviðum, hvort heldur sem er í stjórnmála-, félags-, efnahags- eða menningarlífi.
Í dag á alþjóðadegi fatlaðs fólks veittu Landssamtökin Þroskahjálp Múrbrjóta til aðila sem þykja hafa
sýnt frumkvæði og ýtt undir nýsköpun varðandi þátttöku fatlaðs fólks og þannig sýnt samfélagslega
ábrygð. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra afhenti Múrbrjótinn við
hátíðlega athöfn.
Múrbrjótinn í 2014 hljóta, fyrir fræðsluerindið „Af hverju er barnið mitt ekki úti
að éta sand?“ mæðgurnar Embla Guðrúnar og Ágústsdóttir og Guðrún Hjartardóttir, Stígamót fyrir það
frumkvæði að ráða sérfræðing í málefnum fatlaðs fólks til starfa og Birna Guðrún Baldursdóttir fyrir að
starfrækja klúbb fyrir ungmenni á einhverfurófi á Akureyri.
Landssamtökin Þroskahjálp hafa haldið upp á alþjóðlegan dag fatlaðs fólks frá árinu 1993 með áherslu á
að auka reisn, réttindi og velferð fólks með fötlun. Markmiðið er einnig að auka vitund fólks um þau samfélagslegu verðmæti
sem felast í samskipan, þar sem fatlað fólk eru þátttakendur á öllum sviðum, hvort heldur sem er í stjórnmála-,
félags-, efnahags- eða menningarlífi.
Múrbrjótar ársins 2014 eru eftir listamenn á Ásgarði handverkstæði eins og hefð er fyrir.
Mæðgurnar Embla Guðrúnar- og Ágústsdóttir og Guðrún Hjartardóttir hljóta Múrbrjótinn
í ár fyrir fræðsluerindið „Af hverju er barnið mitt ekki úti að éta sand?“
Embla og Guðrún hafa undanfarið ár boðið starfsmannahópum sem vinna með börnum og unglingum upp á erindi þar
sem þær deila reynslu sinni af skólagöngu fatlaðs barns og unglings í leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og í frístundastarfi
bæði frá sjónarhóli foreldris og barnsins sjálfs.
Mæðgurnar koma fram með það fyrir augum að nýta reynslu sína til þess að draga af henni lærdóm sem
gagnlegur er fyrir alla þá sem koma að leik- og grunnskólagöngu og tómstundaiðkun fatlaðra barna og ungmenna. Embla hefur tekið virkan
þátt í réttindabaráttu fatlaðs fólks frá unglingsaldri. Hún stundar nú nám í félags- og kynjafræðum
við Háskóla Íslands auk þess að vera stundakennari við þann skóla og Háskólann á Akureyri. Hún er annar tveggja
stofnenda tabu.is, vettvangs sem stendur fyrir umræðu, námskeiðum og ráðgjöf um málefni fatlaðs fólks. Guðrún er menntaður
fjölmiðlafræðingur frá Carleton University í Kanada og hefur stundað nám í menntunarfræðum við Háskólann á
Akureyri. Hún hefur starfað sem blaðamaður, kynningarfulltrúi og kennari, en er nú verkefnastjóri á skóla- og frístundaviði
Reykjavíkurborgar. Á þessu ári hafa mæðgurnar flutt erindi sitt rúmlega 40 sinnum fyrir um 1800 manns í grunnskólum, leikskólum og
frístundastarfi í Reykjavík, á þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar og víðar. Erindið hefur hvarvetna vakið mikla
athygli og verið hvatning til aukinnar umræðu um málefnið.
Stígamót hljóta Múrbrjót Landsamtakanna Þroskahjálpar 2014 fyrir það frumkvæði að
ráða sérfræðing í málefnum fatlaðs fólks til starfa. Því miður eru fatlaðir og þroskahamlaðir í mjög
mikilli hættu að verða fyrir ofbeldi. Stígamót hljóta þessa viðurkenningu fyrir það frumkvæði að ráða starfsmann sem er
sérfræðingur í málefnum fatlaðs fólks og sinnir fræðslu í tengslum við kynferðisofbeldi og fatlað fólk og veitir
viðtalsþjónustu þar að lútandi. Eitt af verkefnum nýs starfskrafts er að ná til fólks með þroskahömlun og kynna
þá þjónustu sem í boði er fyrir það. Einnig kynna þjónustuna fyrir starfsfólki sem vinnur með fólki með
þroskahömlun og fræða það.
Birna Guðrún Baldursdóttir hlýtur Múrbrjót Landssamtakanna Þroskahjálpar 2014 fyrir að starfrækja
klúbb fyrir ungmenni á einhverfurófi á Akureyri. Hugmyndin að klúbbnum kviknaði hjá Birnu Guðrúnu í starfi hennar sem
iðjuþjálfi í Glerárskóla en þar hún starfar m.a. með einhverfum börnum. Hún var oft í vandræðum með að
finna tómstundaúrræði sem vakti áhuga þeirra. Þá kviknaði hugmynd um klúbbastarf þar sem
félagsfærniþjálfun væri fléttuð inn í starfið. Klúbburinn hefur verið starfandi frá ársbyrjun 2013 og hefur
síðan þá bæst við klúbbur fyrir fullorðna og einnig eru fleiri sem stýra klúbbunum. Þetta eru virknihópar þar sem
þátttakendur eru hvattir til sjálfstæðis og þeir fá stuðning við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Birnu
Guðrúnu verður afhentur Múrbrjóturinn við hátíðlega athöfn á Akureyri síðar í dag.
Landssamtökin óskar þeim öllum til hamingju með Múrbrjótinn.
Myndir frá afhendingunni.