Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um drög að frumvarpi til laga um sorgarleyfi.

Landssamtökin Þroskahjálp vinna að réttinda- og hagsmunamálum fatlaðs fólks, með sérstaka áherslu á fötluð börn og ungmenni og fólk með þroskahömlun. Samtökin byggja stefnu sína á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, Barnasáttmála SÞ og öðrum fjölþjóðlegum mannréttindasamningum.

Samtökin fagna því að frumvarpið skuli vera lagt fram til kynningar og hvetja hlutaðeigandi stjórnvöld og Alþingi eindregið til að hraða meðferð og samþykkt þess þannig að að það verði sem fyrst að lögum.

 

Virðingarfyllst.

Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar

Nálgast má frumvarp sem umsögnin á við hér