Landssamtökin Þroskahjálp hafa gefið út bækling til þess að styðja við stjórnmálaþátttöku fatlaðs fólks.
Bæklingurinn var gefinn út í kjölfar þess að samtökin hittu þingflokkana vorið 2021, fyrir Alþingiskosningarnar 25. september, til að kynna áherslur Þroskahjálpar.
Í bæklingnum finnur þú:
- upplýsingar um réttindi fatlaðs fólks
- yfirlit um helstu hindranir sem fatlað fólk mætir
- leiðir fyrir stjórnmálaflokka til að skapa flokksstarf sem býður fatlað fólk velkomið
- fleiri mikilvæg atriði
Smelltu hér til að skoða bæklinginn á Issuu
Smelltu hér til að skoða bæklinginn sem PDF skjal