Miðstöð um auðlesið mál

Miðstöð um auðlesið mál
er rekin af Fjölmennt
með styrk frá félags- og vinnumarkaðs-ráðuneytinu.

Miðstöðin sér um að yfirfæra texta,
til dæmis frá stofnunum og fyrirtækjum,
fræðslu- og kennsluefni, yfir á auðlesið mál.

Miðstöð um auðlesið mál er á vefsíðunni www.audlesid.is

Miðstöð um auðlesið mál

 

Um auðlesinn texta:

  • Auðlesið efni er texti sem er skrifaður á skýru og einföldu máli.
    Það er texti sem er auðvelt fyrir allt fólk að lesa.

  • Þá eru orðin ekki of löng.
    Ef orðin eru löng eru þau slitin í sundur með  bandstriki.

  • Auðlesið efni nýtist fólki sem á erfitt með að lesa.
    Ef upplýsingar í samfélaginu eru skrifaðar á auðlesnu máli
    getur allt fólk nýtt sér upplýsingarnar.

  • Við eigum öll rétt á að fá upplýsingar á máli sem við skiljum.

  • Að þekkja réttindi sín og það sem lífið hefur upp á að bjóða
    hjálpar okkur að vera sjálfstæð.