Prestur fatlaðra þjónar fötluðu fólki um allt land.
Sérstaklega er lögð áhersla á að þjóna fólki með þroskahömlun og aðstandendum þeirra.
Þú getur skoðað síðu Þjóðkirkjunnar hér.
Markmiðið með þjónustu Þjóðkirkjunnar er að greiða götu fatlaðs fólks að kirkjunni. Þannig að við öll getum nýtt okkur þjónustu kirkjunnar á okkar forsendum og tekið þátt í starfi hennar.
Prestur fatlaðra er Guðný Hallgrímsdóttir. Hún hefur aðsetur í Grensáskirkju að Háaleitisbraut 66 í Reykjavík. Viðtalstími er eftir samkomulagi. Síminn á skrifstofunni er 861-7999.
Guðný er í leyfi til 1. maí 2023. Daníel Ágúst Gautason leysir hana af. Netfangið hans er danielag@kirkjan.is og símanúmerið er 691-1882.