Allt fullorðið fólk á rétt á að stofna fjölskyldu

Fullorðið fólk með þroskahömlun á sama rétt og aðrir til kynlífs og þess sambúðarforms sem það kýs sér sjálft.

Veita skal fólki með þroskahömlun ráðgjöf um siðfræði kynlífs, forvarnir, samlíf og ábyrgð þessu tengdu.

Fólk með þroskahömlun skal eiga kost á fræðslu og ráðgjöf um ábyrgð þess að eignast barn og takast á við foreldrahlutverkið.

Fólk með þroskahömlun skal njóta alls þess stuðnings sem nauðsynlegur er við barnauppeldi.

Vegna fötlunar sinnar þurfa flestir seinfærir foreldrar annars konar og meiri aðstoð og stuðning en gengur og gerist en góður stuðningur er að öllu jöfnu forsenda þess að foreldrunum gangi vel í uppeldishlutverkinu. Við þróun stuðningsúrræða er sérlega mikilvægt að hafa hagsmuni barna og fjölskyldna að leiðarljósi ásamt virðingu fyrir foreldrunum og sértækum þörfum þeirra.

Fjöldi þroskaheftra/seinfærra foreldra er meiri nú en áður var. Ástæður þess eru fyrst og fremst raktar til samfélagslegrar áherslu á að fólk með fötlun skuli hafa rétt til eðlilegs lífs og fullrar þátttöku í samfélaginu.

Ítarefni: