Þann 9. október fara fram landsþing Landssamtakanna Þroskahjálpar og ráðstefna um atvinnumál fatlaðs fólks sem ber titilinn Göngum í takt!
Meðal umræðuefna eru gervigreind, samfélagsleg ábyrgð, brúun bils milli náms og atvinnu og reynsla fatlaðs fólks af vinnumarkaði.
Því miður er orðið fullt á ráðstefnuna - henni verður streymt á heimasíðunni (sjá forsíðu) og á Facebook viðburði ráðstefnunnar.
Landsþing, kl. 09.00-12.00
Landsþing Landssamtakanna Þroskahjálpar fer fram laugardaginn 9. október á Grand Hotel. Landsþingið hefst kl. 9.00 um morgun og stendur til kl. 12.00.
Dagskrá:
- Dagskrá borin upp til samþykktar.
- Beiðnir um aðild að samtökunum.
- Samþykkt kjörbréfa.
- Skýrsla stjórnar og umræður um málefni og markmið samtakanna.
- Lagðir fram reikningar samtakanna fyrir síðustu tvö ár.
- Tillögur um lagabreytingar.
- Tillaga að ákvörðun árlegra aðildargjalda aðildarfélaganna næstu tvö árin.
- Afgreiðsla ályktana.
- Kosning stjórnar Landssamtakanna Þroskahjálpar og fimm manna kjörnefndar.
- Kosning fimm manna stjórnar Húsbyggingasjóðs.
- Önnur mál.
Allir eru velkomnir á landsþingið en atkvæðisrétt hafa eingöngu formlegir fulltrúar aðildarfélaganna.
Göngum í takt!, kl. 13.00-16.00
Landssamtökin Þroskahjálp hafa alla tíð barist fyrir auknum tækifærum fatlaðs fólks á vinnumarkaði. Í ár er ráðstefna Þroskahjálpar tileinkuð þessu brýna málefni og verður m.a. rætt um gervigreind, samfélagsleg ábyrgð, brúun bils milli náms og atvinnu og reynsla fatlaðs fólks af vinnumarkaði. Ráðstefnan verður á Grand Hotel í Reykjavík frá kl. 13.00 til 16.00 en verður einnig streymt á netinu í gegnum Facebook viðburð ráðstefnunnar og á vefsíðu okkar (sjá forsíðu).
Dagskrá á textaformi
13:00 Setning
Bryndís Snæbjörnsdóttir, fráfarandi formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar
13:10 Ávarp forseta ASÍ
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands
13:20 Alþjóðlegar skulbindindingar stjórnvalda gagnvart fötluðu fólki á vinnumarkaði
Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar
13:35 Jafnrétti fyrir alla: Samkaup alla leið
Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa
13:45 Atvinnuleitendur með skerta starfsgetu
Björn Finnbogason, ráðgjafi hjá Vinnumálastofnun
13.55 Hlé
14:15 Aðgengi fyrir alla
Sigurbjörn Reginn Óskarsson, Vörustjóri hjá Ísland.is
14:25 Hlutverk Reykjavíkurborgar í atvinnumálum fatlaðs fólks og framtíðarsýn
Arne Friðrik Karlsson, leiðandi forstöðumaður á skrifstofu málefna fatlaðs fólks
14:40 Accessibility and AI: Promise and Practice in 2021
Chris Hass - UX consultant, researcher, and business development specialist with Kanda Software
15:00 Kynning á lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði
Jón Fannar Kolbeinsson, lögfræðingur hjá Jafnréttisstofu
15:10 Hvað svo?
Sara Dögg Svanhildardóttir, verkefnastjóri hjá Landssamtökunum Þroskahjálp
15:20 Hver vill láta troða sér í box?
Sunna Dögg Ágústsdóttir, ungmennaráð Landssamtakanna Þroskahjálpar
15:30 Samstarf Landssamtakanna Þroskahjálpar og Samtaka atvinnulífsins
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA
15.40 Umræður og ráðstefnuslit
Nýr formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar