Hvað með okkur?


Streymi hefst 11. apríl kl. 13.00

 

 

Föstudaginn 11. apríl 2025 kl. 13.00 halda Þroskahjálp og Diplómanám HÍ málþing þar sem fatlað fólk er í aðalhlutverki.

Málþingið er haldið á Hilton Reykjavik Nordica.
Málþingið byrjar kl. 13 og svo er partí kl. 17 til 19!

Rýmið er aðgengilegt, og á staðnum verða bæði táknmálstúlkur
og teiknarar sem munu túlka efni málþingsins.

Boðið verður upp á kaffiveitingar á meðan málþinginu stendur og léttan mat að málþingi loknu.

Við biðjum gesti að skrá sig á málþingið, svo við vitum nú hvað við eigum að panta mikið af veitingum!

 

Get ég komið á málþingið?
Já, öll eru velkomin á Hilton Reykjavik Nordica. Við byrjum kl. 13.00.
Vinsamlegast skráið ykkur með því að smella á skráningar-hnappinn neðar á síðunni.

Get ég horft í tölvunni eða símanum?
Já, málþingið verður í streymi.
Það mun birtast hér á þessari síðu nokkrum dögum fyrir málþingið.
Streymið hefst kl. 13, og upptaka af málþinginu verður aðgengileg eftir að því lýkur.


Skráning á málþingið er hér

Dagskrá

Hvað með okkur?
Málþing með fötluðu fólki í aðalhlutverki

Facebook viðburður


Málþingið byrjar kl. 13
Partíið er kl. 17 til 19


Málþingsstjórar:

Hekla Björk Hólmarsdóttir og Steinunn Ása Þorvaldsdóttir


Setning 

Hekla Björk Hólmarsdóttir og Steinunn Ása Þorvaldsdóttir


Ávarp og innlegg

Jón Gnarr, alþingismaður


Erindi
Það er kominn tími til að hlusta á okkur
Fabiana Morais, talskona fatlaðs fólks hjá Þroskahjálp

 

— Stutt hlé í 10 mínútur

 

Myndbönd frá útskriftarnemum í Diplómanámi HÍ
Arturs Strods
Katrín Erla Kristjánsdóttir

 

Erindi
Skólaganga mín

Jóhanna Brynja Ólafsdóttir, útskriftarnemi í Diplómanámi HÍ

 

— Stutt hlé í 10 mínútur


Sófaspjall 1
Gullna reglan
Spjall um mikilvægi þess að fá að vera fullorðin
og taka eigin ákvarðanir í lífinu.
Það verður fjallað um fordóma og viðhorf til fatlaðs fólks
og hversu mikilvægt það er að komið sé fram við öll af virðingu.

Þátttakendur
Brynja D. Diljá Guðmundsdóttir, útskriftarnemi í Diplómanámi HÍ
Fanney Rún Jóhannesdóttir, útskriftarnemi í Diplómanámi HÍ
Orri Brynjarsson, útskriftarnemi í Diplómanámi HÍ

Spyrill
Nói Gunnarsson, nemi í diplómanámi HÍ


— Stutt hlé í 10 mínútur


Sófaspjall 2

Mennt er máttur
Menntun þarf að vera aðgengilegri fyrir öll.
Það þarf að vera meira val um nám
og fleiri tækifæri fyrir fatlað fólk til jafns við aðra.

Þátttakendur
Fabiana Morais, talskona fatlaðs fólks hjá Þroskahjálp
Helena Júlía Steinarsdóttir, útskriftarnemi í Diplómanámi í HÍ

Spyrill
Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar


— Lengra hlé í 20 mínútur


Sófaspjall 3
Vinnan göfgar manninn

Fjallað verður um aðgengi að vinnumarkaðinum.
Fram kemur að það sé mikilvægt að opna vinnumarkaðinn
og að ferlið fyrir starfsumsókn þurfi að vera sveigjanlegra.
Sett verða fram góð ráð um hvernig vinnumarkaðurinn geti tryggt
að fatlað fólk hafi jafna möguleika til atvinnuþátttöku á almennum vinnumarkaði.

Þátttakendur
Gunnar Þór Snæberg, útskriftarnemi í Diplómanámi í HÍ
Jóhanna Brynja Ólafsdóttir, útskriftarnemi í Diplómanámi í HÍ
Ólafur Snævar Aðalsteinsson, frístundaleiðbeinandi í Hinu húsinu og athafnamaður

Spyrill
Anna Klara Georgsdóttir, sérfræðingur í félags– og húsnæðismálaráðuneytinu


— Stutt hlé í 10 mínútur


Sófaspjall 4
Þarf alltaf að vera aðgengi?

Í þessu sófaspjalli verður fjallað um aðgengi fyrir öll.
Aðgengi verður skoðað í víðu samhengi eins og til dæmis
aðgengi að djamminu, stjórnmálum og samfélaginu í heild sinni.
Aðgengi er réttlætismál fyrir okkur öll.

Þátttakendur
Kristján Vignir Hjálmarsson, sérfræðingur í aðgengismálum
Ívar Friðþjófsson, útskriftarnemi í Diplómanámi í HÍ
Sveinbjörn B. Eggertsson, varaformaður Átaks og sérfræðingur í aðgengismálum

Spyrill
Stefán Vilbergsson, verkefnastjóri hjá ÖBÍ og starfsmaður í aðgengishópi ÖBÍ


16.30 Léttar veitingar, spjall og tengslamyndun


17 til 19 Partí

Tónlist, karaókí, tónlistaratriði
 

Skráning á málþingið er hér

 

Hilton Reykjavik Nordica — hvar er gengið inn?

Hilton Reykjavik Nordica er við Suðurlandsbraut 2 í Reykjavík.

Aðgengi fyrir bíla er bakvið hótelið.


Hér er kort af staðsetningunni:

 

 

Aðgengi

Gott aðgengi er fyrir fólk með hreyfihömlun á Hilton Reykjavik Nordica.

Það verður táknmálstúlkur bæði á fundinum og í streyminu.

Ef þú lendir í vandræðum getur þú hringt í Þroskahjálp í síma 588 9390.