Þroskahjálp hefur um árabil boðið fötluðum börnum af landsbyggðinni og aðstandendum þeirra að nýta sér gistiaðstöðu á vegum samtakanna þegar sækja þarf þjónustu í höfuðborgina vegna fötlunar þeirra, og eftir að hafa endurnýjað húsnæðið getum við nú aftur boðið upp á þessa mikilvægu þjónustu.
Gistiheimili er til húsa í Engjaþingi 5-7 í Kópavogi, og er um fallega, fullútbúna og aðgengilega íbúð að ræða í litlu fjölbýli á fallegum stað rétt ofan við Elliðavatn. Íbúðin er með tveimur herbergjum og er búin fjórum rúmum, þ.a. einu sjúkrarúmi. Íbúðin er lánuð einni fjölskyldu í senn, endurgjaldslaust.
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga leggur til styrk vegna þessarar þjónustu Þroskahjálpar.
Til að fá húsnæðið lánað eða fá frekari upplýsingar má senda póst á netfangið throskahjalp@throskahjalp.is
Hér má sjá myndir af húsnæðinu:





