Fatlað fólk getur leitað til réttindagæslu fyrir fatlað fólk með allt sem varðar réttindi, fjármuni og persónuleg mál.
Réttindagæsla fyrir fatlað fólk veitir fólki stuðning og aðstoð:
- við að sækja rétt sinn
- við að fá persónulegan talsmann
Réttindagæsla fyrir fatlað fólk starfar um allt land.
Til að tala við réttindagæslu fyrir fatlað fólk er best að hringja í símaver þeirra.
Síminn er 554 8100.
Ef þú telur að brotið sé á réttindum fatlaðs fólks getur þú tilkynnt það réttindagæslunni.
Þroskahjálp gerði myndband um réttindagæslu fyrir fatlað fólk:
Allar upplýsingar um réttindagæsluna má lesa á vefsíðu Réttindagæslunnar á Island.is
Heimilisfang réttindagæslu fyrir fatlað fólk:
Austurströnd 3
170 Seltjarnarnes
Sími:
554 8100
Afgreiðslutími:
Opið alla virka daga frá kl. 10 til 14
Netfang:
postur@rettindagaesla.is
Vefsíða:
island.is/s/rettindagaesla-fatlads-folks
Réttindagæsla á Facebook:
Facebook.com/rettindagaeslumadur