Stjórn á eigin lífi og áhrif á ákvarðanir sem snerta það er undirstaða sannra
lífsgæða.
Fólk sem fötlunar sinnar vegna á erfitt með að taka slíkar ákvarðanir og/eða láta álit sitt í ljós á rétt
á nauðsynlegri aðstoð til að taka ákvarðanir og tjá þær.
Allt fullorðið fólk á ótvíræðan rétt til að hafa áhrif á alla þætti eigin lífs: Hvar og hvernig það
vill búa, hvaða aðstoð er þar veitt og með hvaða hætti. Eiga val í daglegu lífi sínu, s.s. hvaða fötum það
klæðist, hvaða mat það borðar hvaða vini það umgengst, hvernig það ver frítíma sínum o.s.frv. Í þessu felst
einnig frelsi til að velja menntun, vinnu og tómstundastarf.
Allir geta með einum eða öðrum hætti látið þarfir sínar, óskir og vilja í ljós. Tjáningin er með mismunandi hætti
og ræðst oft af stigi fötlunarinnar. Þegar tjáningarerfiðleikar eru miklir er hætt við að mönnum yfirsjáist þær óskir sem
til staðar eru hjá viðkomandi einstaklingi. Þegar þannig stendur á er það fyrst og fremst á valdi og ábyrgð þeirra sem næstir
standa, fagfólks og aðstandenda, að skilja hver sé vilji einstaklingsins og koma þeim vilja áleiðis. Þeim mun meiri sem tjáningarerfiðleikarnir
eru, því miklivægara er að viðkomandi hafi greiðan aðgang að einstaklingi sem þekkir hann vel og kemur óskum hans og þörfum til
skila.
Rétturinn til að taka ákvarðanir sem snerta eigið líf felur einnig í sér réttinn til að gera mistök og
taka ábyrgð af gerðum sínum. Starfsfólki og aðstandendum ber að sýna víðsýni og umburðarlyndi gagnvart lífsskoðunum
fólks með þroskahömlun og forðast að þröngva eigin skoðunum upp á það. Mörg sjónarmið í hverju máli eru
eðlileg í nútímasamfélagi. Fólk sem fötlunar sinnar vegna getur ekki náð fram rétti sínum skal eiga rétt á
sérstökum talsmanni.
Ítarefni:
- Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks
Formálsorð: Liðir a,d.j,n,o
Greinar: 3a,h, 4. liður 3, 7. liður 3, 9. liður 1 b, 2d,e,g,h., 12,
14, 17, 18, 19, 21, 22