Inngangsorð
Ríkisstjórnir þær, sem undirritað hafa samning þennan og aðilar eru að Evrópuráðinu hafa í huga
hina almennu mannréttindayfirlýsingu, sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti hinn 10. desember 1948; hafa í huga, að
yfirlýsing þessi hefur það markmið að tryggja almenna og raunhæfa viðurkenningu og vernd þeirra réttinda, sem þar er lýst; hafa
í huga, að markmið Evrópuráðs er að koma á nánari einingu aðildarríkjanna og að ein af leiðunum að því marki er
sú, að mann réttindi og mannfrelsi séu í heiðri höfð og efld; lýsa á ný eindreginni trú sinni á það
mannfrelsi, sem er undirstaða réttlætis og friðar í heiminum og best er tryggt, annars vegar með virku, lýðræðislegu stjórnarfari og, hins
vegar, almennum skilningi og varðveislu þeirra mannréttinda, sem eru grundvöllur frelsisins; eru staðráðnar í því að stíga
fyrstu skrefin að því marki að tryggja sameiginlega nokkur þeirra réttinda, sem greind eru í hinni almennu mannréttindayfirlýsingu, enda
eru þær stjórnir Evrópuríkja, sem sama sinnis eru og eiga sameiginlega arfleifð stjórnmálahefða, hugsjóna, frelsis og
réttarríkis; hafa orðið ásáttar um það sem hér fer á eftir:
14. grein – Bann við mismunun
Réttindi þau og frelsi, sem lýst er í samningi þessum, skulu tryggð án nokkurs manngreinarálits, svo sem vegna
kynferðis, kynþáttar, litarháttar, tungu, trúarbragða, stjórnmála eða annarra skoðana, þjóðernis eða
þjóðfélagsstöðu, tengsla við þjóðernisminnihluta, eigna, uppruna eða annarrar stöðu