Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um drög að húsnæðisstefnu til fimmtán ára og aðgerðaáætlun til fimm ára (hvítbók um húsnæðismál) - Viðbót
1. september 2023
Vísað er til þess sem fram kemur í umsögn Landssamtakanna Þroskahálpar um þessi drög að húsnæðisstefnu og aðgerðaáætlun.
Samtökin vilja koma eftirfarandi á framfæri til viðbótar því sem fram kemur i ofangreindri umsögn.
Þroskahjálp rekur húsbyggingasjóð sem byggir og kaupir íbúðir sem eru leigðar fötluðu fólki. Samtökin hafa á undanförnum árum byggt íbúðakjarna í Sandgerði, á Akranesi og í Hafnarfirði og eru nú með í undirbúningi byggingu íbúðakjarna í Mosfellsbæ sem stefnt er að því að hefja framkvæmdir við í haust. Þessar byggingaframkvædmri hafa verið unnar samkvæmt lögum og reglum um almennar íbúðir Þá eru samtökin með til skoðunar kaup á þremur stökum íbúðum.
Markmið með rekstri húsbyggingasjóðs Þroskahjálpar er að greiða fyrir að ríki og sveitarfélög standi betur og fyrr við lagalegar skuldbindingar sínar um að sjá fötluðu fólki fyrir hentugu húsnæði fyrir leigugjald sem það ræður við.
Húsbyggingasjóður á nú og rekur um 90 íbúðir á nokkrum stöðum á landinu sem leigðar eru fötluðu fólki samkvæmt ákvörðun viðkomandi sveitarfélaga.
Landssamtökin Þroskahjálp taka heilshugar undir þær ábendingar og tillögur sem er að finna í umsögn Brynju leigufélags ses., dags. 1. september 2023, um það mál sem hér er til umsagnar (hvítbók um húsnæðismál).
Virðingarfyllst.
Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar
Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar
Þórarinn Snorri Sigurgeirsson, verkefnastjóri hjá Þroskahjálp
Nálgast má mál sem umsögnin á við hér