Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um drög að reglugerð um notkun mannalyfja af mannúðarástæðum
28. febrúar 2023
Landssamtökin Þroskahjálp fagna fyrirætlunum um setningu þessarar reglugerðar og leggja mikla áherslu á að því verði hraðað, eins og nokkur kostur er, að hún verði sett og öðlist gildi.
Samtökin hvetja eindregið til að ákvæði þessara reglugerðardraga verði sérstaklega rýnd með það að markmiði að tryggja að engar óþarfar tafir verði á að einstaklingar, sem munu eiga rétt samkvæmt reglugerðinni, geti notið þess réttar og gjaldtaka verði alls ekki hindrun í vegi þess að þeir geti nýtt þann rétt sinn.
Virðingarfyllst.
Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar
Nálgast má mál sem umsögnin á við hér.