Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, 478. mál

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, 478. mál

 

  1. desember 2023

Landssamtökin Þroskahjálp vinna að réttinda- og hagsmunamálum fatlaðs fólks, með sérstaka áherslu á fólk með þroskahömlun og/eða skyldar fatlanir, einhverft fólk og fötluð börn. Samtökin byggja stefnu sína á samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks, barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og öðrum fjölþjóðlegum mannréttindasamningum, sem og heimsmarkmiðum SÞ.

Samtökin taka undir og lýsa stuðningi við það sem fram kemur í umsögn ÖBÍ réttindasamtaka um frumvarpið.

 

Virðingarfyllst

Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar

Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar

 

Nálgast má frumvarp sem umsögnin á við hér