Daðahús

Daðahús, auglýsing fyrir sumarúthlutun 2023

 

Umsóknareyðublað fyrir sumarúthlutun í Daðahúsi er neðst á þessari síðu.
Umsóknir þurfa að berast fyrir 31. mars.

Fyrir vetrarbókanir, vinsamlegast sendið tölvupóst á dadahus@throskahjalp.is

 

Daðahús á Flúðum er orlofshús Þroskahjálpar.
Útleigutímabil eru tvö, sumar og vetur.

Daðahús er einbýlishús sem stendur við Akurgerði 10, Flúðum.
Í húsinu eru 5 herbergi:
— 4 svefnherbergi
— baðherbergi, vel útbúið fyrir fatlað fólk
— gestasalerni með sturtu

Verð og tímabil

Sumartímabilið er frá 10. maí til 25. október

Á sumrin er Daðahús leigt í viku í senn, frá föstudegi til föstudags.
Komutími: kl. 15.00 á föstudegi
Brottför: kl. 12.00 á föstudegi

Yfir sumarmánuðina er húsið eingöngu ætlað fötluðu fólki og aðstandendum þeirra.

Verð fyrir viku: 45.000 kr.

Aðgengi og aðbúnaður

Aðgengi í Daðahúsi er mjög gott.
Svefnpláss: 6 rúm, 1 sjúkrarúm, og lausar dýnur.
Hleðslustöð er fyrir rafbíla.
Internet og Apple TV.

  • Sjúkrarúm
  • Lyftari
  • Heitur pottur með aðgengi fyrir lyftara
  • Sturtustóll
  • Sturtubekkur

Myndir af Daðahúsi

Smelltu hér til að sjá myndir af Daðahúsi

Afþreying á Flúðum

Á Flúðum er fjölbreytt aðstaða fyrir útivist, verslun, og á staðnum er sundlaug.

Smelltu hér til að skoða vefsíðu svæðisins

 

Umsókn um sumarúthlutun

 

Upplýsingar um þig

 

Veldu komudag og brottför