- Þroskahjálp hélt landsþing 21. október 2023
á Hotel Reykjavík Grand.
- Landsþing er haldið á 2 ára fresti.
Þar hittist fólk sem tekur þátt í starfi Þroskahjálpar
til að ræða saman, kjósa í stjórn og fleira.
-
Á landsþinginu voru samþykktar ályktanir.
-
Ályktun er eins og blaðagrein eða tilkynning.
Þá er fundur að senda frá sér texta um mál sem fólki finnst mikilvægust.
- Málin sem stjórn Þroskahjálpar lagði fyrir fundinn
eru mál sem Þroskahjálp er alltaf að vinna.
-
Þroskahjálp ætlar áfram að vinna í þessum málum.
-
Við vonum að samfélagið hlusti á það sem við höfum að segja og taki undir.
-
Þetta eru 4 ályktanir.
Smelltu á plúsinn + til að lesa meira um hvert mál.
Húsnæðismál
Stjórnvöld á Íslandi eiga að tryggja að fatlað fólk fái húsnæði.
Húsnæðið á að vera gott og þægilegt fyfir fatlað fólk.
Við viljum að Alþingi sýni fötluðu fólki og mannréttindum fatlaðs fólks virðingu.
Lands-þing Þroskahjálpar segir:
Stjórnvöld á Íslandi eiga að tryggja að fatlað fólk geti búið á sínu heimili.
Margt fatlað fólk hefur þurft að bíða mjög lengi eftir íbúð.
Þetta fatlaða fólk hefur rétt á að fá íbúð.
Samt hafa þau þurft að bíða.
Sum hafa beðið í mörg ár eftir íbúð.
Sum hafa beðið í 10 ár.
Þegar fatlað fólk fær ekki íbúðina sína er verið að taka réttindi af þeim.
Til dæmis rétt til að eiga sjálfstætt og eðlilegt líf.
Og rétt þeirra til að eiga einkalíf og fjölskyldu-líf.
Það er bannað með lögum
að láta fatlað fólk bíða svona lengi eftir íbúð.
Stjórnvöld og sveitar-félög á Íslandi verða að laga þetta strax.
Rafræn skilríki
Stjórnvöld á Íslandi eiga strax að tryggja
að fatlað fólk geti notað rafræn skilríki
eins og annað fólk.
Lands-þing Þroskahjálpar krefst þess
að stjórnvöld á Íslandi
leysi vandamál með rafræn skilríki.
Þegar stjórnvöld á Íslandi ákváðu
að fólk eigi að nota rafræn skilríki
hugsuðu stjórnvöld ekki um þarfir fatlaðs fólks.
Reglur um rafræn skilríki hafa flækt líf fólks með þroskahömlun
og líka flækt líf aðstandenda þeirra.
Margt fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir
má ekki fá rafræn skilríki
þó þau sæki um.
Þegar fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir má ekki fá rafræn skilríki
- er erfitt fyrir þau að nýta réttindi sín
- er erfitt fyrir þau að fá sömu þjónustu og annað fólk
Þetta er alvarlegt vandamál.
Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks stendur skýrt:
- Tækni á að gera líf fatlaðs fólks einfaldara
- Tækni á að gera líf fólks betra
- Tækni á aldrei að flækja líf fatlaðs fólks
- Tækni á aldrei að brjóta réttindi fatlaðs fólks
- Tækni á aldrei að neita fötluðu fólki um þjónustu
Samfélaginu finnst að við eigum öll rétt á að nýta réttindi okkar og fá góða þjónustu.
En rafræn skilríki hafa skapað mikil vandamál fyrir fatlað fólk.
Stjórnvöld eiga að nota peninga og tíma til að leysa þetta.
Það á að vera aðal verkefni þeirra.
Geðheilbrigðismál
Stjórnvöld á Íslandi eiga að tryggja
að einhverft fólk og fólk með þroskahömlun
fái geð-heilbrigðis-þjónustu og hjálp við fíkn.
Lands-þing Þroskahjálpar krefst þess
að heilbrigðis-yfirvöld á Íslandi bjóði einhverfu fólki
og fólki með þroskahömlun
sömu þjónustu og ófötluðu fólki.
Einhverft fólk og fólk með þroskahömlun
á að fá góða og viðeigandi geð-heilbrigðis-þjónustu
og hjálp við fíkn.
Geð-heilbrigðis-þjónusta er til dæmis
samtal við sál-fræðing eða lækninn þinn
um hugsanir þínar og hvernig þér líður.
Fíkn er sjúkdómur.
Við segjum að fólk sé með fíkn
þegar fólk gerir of mikið af einhverju
og getur ekki stjórnað því
eða getur ekki hætt því
þó það hafi slæm áhrif á þau.
Fíkn er til dæmis:
- að vinna of mikið
- að kaupa of mikið af hlutum
- að vera of mikið á internetinu
- að drekka of mikið áfengi
- að taka of mikið að eiturlyfjum
Þegar fólk fær hjálp við fíkn
lærir það að gera minna af hlutum
sem hafa slæm áhrif á þau.
Allt fólk hefur rétt á góðri þjónustu.
Það er bannað með lögum
að fatlað fólk fái ekki heilbrigðis-þjónustu sem þau þurfa.
Það er alvarlegt brot á mann-réttindum fatlaðs fólks.
Hækkun örorkulífeyris
Lands-þing Þroskahjálpar krefst þess að örorku-greiðslur verði hækkaðar strax.
Örorku-greiðslur:
- eiga að vera jafnháar og lágmarks-laun
- eiga að hækka og breytast þegar önnur laun breytast
Ríkis-stjórnin sagði að þau ætli að gera lífið betra
fyrir fólk sem fær örorku-greiðslur.
Ríkis-stjórnin sagði að þau ætluðu sérstaklega
að bæta líf fólksins sem á minnstan pening.
Það er mjög mikilvægt að ríkis-stjórnin standi strax við þessi loforð.