Aukin þjónusta við farþega með ósýnilega fötlun

Nú getur fólk með ósýnilega fötlun fengið sólblómabandið við innritun á flugvellinum í Keflavík. 

Þetta kemur fram á vefsíðu Isavia, rekstararaðila Keflavíkurflugvallar.

Þar segir:

„Farþegar með ósýnilega fötlun geta fengið sólblómaband til að bera um hálsinn á ferð sinni um flugstöðina.

Starfsfólk flugstöðvarinnar er upplýst um að farþegar sem bera bandið gætu þurft viðbótartíma, aukna þolinmæði, skilning og tillitssemi.

Hægt er að nálgast böndin á innritunarborðum afgreiðsluaðila í brottfararsal flugstöðvarinnar og á upplýsingaborði í komusal. Ekki er hægt, né þörf á, að panta sólblómabandið fyrir komu á flugvöllinn.“

 

Lesa frétt á vefsíðu Isavia