Að ráða sér sjálfur

Hverja má nauðungarvista? Hverjir geta beðið um nauðungarvistun? Hvað með lögræðissviptingu? Hver eru réttindi hins svipta? Standast ný lögræðislög yfirhöfuð alþjóðlega mannréttindasáttmála?

 

Hverja má nauðungarvista?
Hverjir geta beðið um nauðungarvistun?
Hvað með lögræðissviptingu?
Hver eru réttindi hins svipta?
Standast ný lögræðislög yfirhöfuð alþjóðlega mannréttindasáttmála?

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, mannréttindalögfræðingur, svarar þessum spurningum á opnum fyrirlestri undir yfirskriftinni Að ráða sér sjálfur um ný lögræðislög í húsakynnum Geðhjálpar, Borgartúni 30, kl. 19.30 þriðjudagskvöldið 3. nóvember.

Umræður í kjölfar fyrirlestrar.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Kaffi & léttar veitingar í boði Geðhjálpar.