Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er 10. október og á þessu ári hefur Alþjóða heilbrigðismálastofnunin valið að yfirskrift hans verði virðing í geðheilbrigði Virðing er margrætt hugtak án þess að eiga sér tæmandi skilgreiningu en öll berum við kennsl á virðingu þegar hún er auðsýnd og það sem mikilvægara er, við finnum fyrir því þegar hana skortir.
Skilaboð frá forsetanum
Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er 10. október og á þessu ári hefur Alþjóða heilbrigðismálastofnunin valið að yfirskrift hans verði virðing í geðheilbrigði Virðing er margrætt hugtak án þess að eiga sér tæmandi skilgreiningu en öll berum við kennsl á virðingu þegar hún er auðsýnd og það sem mikilvægara er, við finnum fyrir því þegar hana skortir.
Með þema þessa árs er ætlun okkar að sýna hvernig hægt er að auðsýna virðingu á öllum sviðum geðheilbrigðismála, allt frá umhyggju fyrir sjúklingum til viðhorfa almennings. Við vonum að þið styðjið átakið með athöfnum á ykkar svæði og fræðið fólk um mikilvægi virðingar í geðheilheilbrigði.
Það gerist allt of oft að fólk með geðraskanir og fjölskyldur þess finni fyrir skorti á virðingu í samskiptum sínum við heilbrigðisstarfsfólk og við samfélagið almennt. Það finnur fyrir lítillækkandi framkomu. Fagmenntað fólk í heilbrigðisþjónustu hefur ekki þann tíma sem þarf til að sinna erfiðum vandamálum á fullnægjandi hátt. Bág fjáhagsstaða á landsvísu bitnar á fjármálum í heilbrigðis- og samfélagsþjónustu á hverjum stað og stendur í vegi fyrir samræmdri þjónustu. Fólk með geðraskanir fær auk þess oft ekki fullnægjandi þjónustu vegna annarra veikinda sem leiðir til þess að almenn heilsa þess er vanrækt og stuðlar að ótímabærum dauða.
Í þessu sambandi er rétt að benda á að aukin áhersla á virðingu ætti að fela í sér gagnkvæma virðingu milli þeirra sem veita þjónustu og þiggja hana. Samhugur og samvinna er vissulega vænni kostur en andstaða og ágreiningur. Við verðum öll að gera okkur ljóst að hin raunverulega barátta snýr að veikindunum en ekki fagfólkinu.
Efnið frá alþjóðageðheilbrigðisdegi þessa árs fæst við virðingu í geðheilbrigði frá ýmsum sjónarhornum. Við hugum við að virðingu í meðferð og þjónustu með tilliti til geðraskana og notendur þjónustunnar geta þar veitt mikilsverða innsýn. Því er afar mikilvægt að þjónustan sé persónubundin.
Hér á eftir fylgir fræðsluefni fyrir almenning um geð- og hegðunarraskanir til að stuðla að betri skilningi á þeim. Efni þessa árs leggur sérstaka áherslu á að hefja almenningsfræðslu snemma. Með því að miðla skilaboðum um virðingu í geðheilbrigði er stefnt að eflingu þess. Skilningur á því að góð geðheilsa er dýrmætur eiginleiki ætti að hvetja fólk til að hugsa um geðheilbrigði af aukinni víðsýni og finna leiðir til að styrkja hana og stuðla þannig einnig að forvörnum sem draga úr hættu á geðrænum kvillum. Sé til að mynda byrjað snemma að kenna börnum og unglingum félagsleg og tilfinningaleg bjargráð er lagður grunnur að upplýstum viðhorfum síðar meir.
Það er grundvallaratriði þegar unnið er við geðheilbrigðismál að virðing geti upprætt mismunun og smánartilfinningu. Það ber vott um virðingarleysi að láta fólk sem þjáist af veikindum sæta skömm og auka þannig vandann sem það glímir þegar við. Við þurfum því að vinna ötullegar að því að breyta viðhorfum samfélagsins og uppfræða almenning um eðli geðrænna veikinda.
Um leið og við leitumst við að breyta viðhorfum skiptir áherslan á bata höfuðmáli. Hann byggist öðru fremur á virðingu. Umhyggja ætti ekki einungis að beinast að ríkjandi ástandi heldur þeim möguleika að með tímanum sé hægt að bæta það og að bati sé raunsætt takmark, bæði í læknisfræðilegum skilningi og víðtækari sálfélagslegri merkingu.
Próf. George Christodoulou