Ályktanir af landsþingi 2021 | Auðlesið mál
Fréttir
15.10.2021
-
Þroskahjálp hélt landsþing 9. október á Grand Hótel.
-
Landsþing er haldið á 2 ára fresti. Þar hittist fólk sem tekur þátt í starfi Þroskahjálpar til að ræða saman, kjósa í stjórn og fleira.
-
Á landsþinginu voru samþykktar ályktanir.
-
Ályktun eru eins og blaðagreinar eða tilkynningar. Þá er fundur að senda frá sér texta um mál sem fólki finnst mikilvægust.
-
Málin sem stjórn Þroskahjálpar lagði fyrir fundin eru mál sem Þroskahjálp er alltaf að vinna.
-
Þroskahjálp ætlar áfram að vinna í þessum málum.
-
Við vonum að samfélagið hlusti á það sem við höfum að segja og taki undir.
-
Þetta eru 11 ályktanir. Smelltu á plúsinn (+) til að lesa meira um hvert mál.
- Við viljum að Alþingi sýni fötluðu fólki og mannréttindum fatlaðs fólks virðingu.
- Við viljum að samningur Sameinuðu þjóðanna verði lögfestur strax.
- Að lögfesta þýðir að samningurinn verður settur inn í öll íslensk lög sem við á.
- Alþingi samþykkti að gera það fyrir 13. desember 2020. Bráðum er ár síðan það var og við bíðum enn.
- Ef samningurinn er lögfestur þýðir það að fatlað fólk hefur betri vernd í lögunum.
- Ef samningurinn er lögfestur þá þarf allt samfélagið að hugsa um réttindi fatlaðs fólks.
- Þroskahjálp vill að Alþingi fullgildi valkvæðan viðauka við samninginn um réttindi fatlaðs fólks.
- Að fullgilda valkvæðan viðauka þýðir að það eigi að nota sérstakan aukakafla í samningnum.
- Það sem stendur í valkvæða viðaukanum er að fólk getur leitað til sérfræði-nefndar um samninginn.
- Ef íslensk stjórnvöld hafa ekki veitt fötluðu fólki þau réttindi sem það á að fá getur fatlaði einstaklingurinn fengið að segja frá sínu máli í útlöndum fyrir nefnd af sérfræðingum.
- Það þarf fyrst að fara fyrir dómstóla og margt fleira áður en það er hægt að fara og tala við sérfræði nefndina.
- Ísland þarf að ákveða að taka þátt með því að fullgilda valkvæða viðaukann.
- Þroskahjálp vill að Ísland geri það. Það er betra fyrir mannréttindi og öryggi fatlaðs fólks að gera það.
- Alþingi samþykkti að gera það fyrir 13. desember 2020. Bráðum er ár síðan það var og við bíðum enn.
- Þroskahjálp vill að það verði búin til mannréttindastofnun sem á að fylgjast með að fatlað fólk njóti mannréttinda.
- Ísland á að stofna mannréttindastofnun því það stendur í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
- Það eru 5 ár síðan Ísland átti að búa til mannréttindastofnun en þau hafa ekki ennþá gert það.
- Það er mjög mikilvægt að það sé verið að fylgjsst með því að fatlað fólk fái mannréttindi sem það á að fá.
- Þroskahjálp vill að það verði sett lög á Alþingi sem banna að fötluðu fólki sé mismunað.
- Alþingi á að vera búið að setja svona lög fyrir 2 árum síðan en er ekki ennþá búið að því.
- Þroskahjálp vill að það verði búnar til betri reglur um það þegar fatlað fólk sem er á flótta vegna þess að það ríkir stríð eða önnur neyð í heima-landi þess.
- Fólk sem er að flýja neyðar-ástand þarf stuðning og vernd.
- Fatlað fólk á flótta þarf sérstaklega á því að halda að fá hjálp því þau eru fötluð.
- Ísland á að taka á móti fötluðu fólki sem er á flótta, það er skylda.
- Þetta kemur fram í mannréttinda-samningum sem þjóðir um allan heim hafa gert.
- Ísland hefur ekki staðið sig nógu vel í þessu.
- Það þarf meiri fræðslu um réttindi fatlaðs fólks fyrir fólk sem vinnur í þessum málum.
- Þroskahjálp vill segja þeim sem veita stuðnings-þjónustu að þjónustan sem fötluð börn fá á að fylgja þeim.
- Þjónustan er alltof oft föst í húsinu þar sem fatlaða barnið er og fylgir ekki barninu.
- Þegar COVID-19 var sáum við hvað það er mikilvægt að þjónustan fari með fatlaða barninu þar sem það er.
- Mörg börn fengu litla eða enga aðstoð heim til sín í COVID-19 því þjónustan vildi ekki færa sig heim.
- Þroskahjálp vilja að fatlað fólk sem verður fyrir ofbeldi fái betri stuðning.
- Fatlað fólk er líklegra til að verða fyrir ofbeldi en ófatlað fólk.
- Rannsóknir sýna að fatlað fólk lendir frekar í ofbeldi en ófatlað fólk.
- Þolendur eru þeir sem verða fyrir ofbeldi.
- Fatlaðir þolendur þurfa stuðning og aðstoð. Til dæmis þegar lögreglan rannsakar mál, þegar málið fer fyrir dómstóla og þegar þolandi þarf andlegan stuðning eins og að fara til sálfræðing.
- Þroskahjálp vill að allir sem eru að útskrifast af starfsbraut í framhaldsskóla fái að stunda nám áfram.
- Það þurfa að vera tækifæri til að mennta sig. Til dæmis verknám, tækninám og listnám.
- Það eru alltof fá tækifæri fyrir ungt fólk sem er að klára starfsbraut.
- Ísland er búið að lofa að fara eftir samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
- Í samningnum er sagt að það eigi að gefa öllum tækifæri til að mennta sig.
- Ísland vill líka fylgja heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Þar er talað um Menntun fyrir alla.
- Þroskahjálp vill að það verði skylda að gefa fötluðu fólki tækifæri til að vinna hjá sveitarfélögum og ríkinu.
- Ríkið og sveitarfélögin bjóða upp á allskonar störf og þjónustu, til dæmis bókasöfn, sundlaugar, þjónustu-miðstöðvar, skrifstofustörf og útistörf.
- Ísland er búið að lofa að fara eftir samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
- Í samningnum er sagt að það eigi að laga vinnu-markaðinn fyrir fatlað fólk og hjálpa því.
- Fólk með þroskahömlun og fólk á einhverfurófi þarf að fá betri geð-heilbrigðisþjónustu og aðstoð ef það er með fíkni-vanda.
- Geð-heilbrigði er hvernig manni líður. Sumir hafa þunglyndi eða annan geð-heilsu-vanda.
- Fíkn er þegar við ráðum ekki við til dæmis að drekka áfengi (bjór, vín og fleira) eða erum með vandamál tengd mat (borðum hættulega lítið eða hættulega mikið).
- Stundum notar fatlað fólk fíkni-efni, eins og áfengi eða mat, til að láta sér líða betur.
- Stundum líður fötluðu fólki illa því það fær ekki nógu góða aðstoð eða verður fyrir fordómum.
- Fatlað fólk þarf að fá aðstoð ef því líður illa.
- Það þarf að breyta örorku-kerfinu.
- Fatlað fólk þarf að fá laun sem það getur lifað af.
- Fatlað fólk þarf líka að mega vinna og taka þátt.
- Ríkisstjórnin sem var síðast ætlaði að gera þetta en stóð ekki við loforð sín.
- Þroskahjálp vill að ný ríkisstjórn standi við loforð sín.