Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og Gísli Björnsson, spyrill Átaks.
Laugardaginn 14. maí kjósum við um stjórnmálaflokka sem fá að stjórna bæjum og borgum sem við búum í. Þetta heita sveitarstjórnar-kosningar.
Átak - félag fólks með þroskahömlun tekur viðtöl við fulltrúa frá stjórnmálaflokkunum í Reykjavík. Við fáum að heyra hvað þau ætla að gera fyrir fólkið í Reykjavík og hvað þau ætla að gera fyrir fatlað fólk.
Það er hægt að horfa á myndböndin á Facebook síðu Átaks með því að smella hér.
Fatlað fólk á rétt á að kjósa eins og allir aðrir. Fatlað fólk á rétt á að fá aðstoð þegar það fer að kjósa.
Ef þú vilt æfa þig að kjósa getur þú komið til Þroskahjálpar og æft þig að kjósa með hjálp sýndarveruleika-gleraugna. Smelltu hér til að fá meiri upplýsingar.