Auðlesið mál: Yazan Tamimi — yfirlýsing frá Þroskahjálp

Þroskahjálp finnst alvarlegt
að íslensk stjórn-völd hafa komið illa fram
við Yazan Tamimi.
Þess vegna mótmælir Þroskahjálp
og vill að íslensk stjórnvöld útskýri
hvers vegna þau geri þetta.


Yazan Tamimi er fatlaður drengur.
Hann kemur frá Palestínu.
Hann og fjölskylda hans eru að flýja
hræðilegar aðstæður.

Yazan hefur búið á Íslandi í marga mánuði.
Hann vill búa áfram á Íslandi
og hann hefur sótt um leyfi til að mega það.

 

En íslensk stjórnvöld segja nei.
Yazan fær ekki leyfi til að búa á Íslandi.

Yazan Tamimi: umsókn um alþjóðlega vernd er neitað


Yazan er fatlaður og notar hjólastól.
Hann er ellefu ára.
Hann er með sjúkdóm sem lætur hann fá mikla verki.
Hann er búinn að vera veikur mjög lengi.
Þess vegna er mjög mikilvægt að Yazan fái læknis-hjálp
og góða þjónustu.


Íslensk stjórnvöld ákváðu að senda lögregluna
til að sækja Yazan á spítala
og fara með hann í flugvél.
Þau gerðu þetta um miðja nótt.


Ef Yazan er sendur burt frá Íslandi
getur hann ekki fengið læknis-hjálpina sem hann þarf.
Og þá getur hann ekki fengið mikilvægu þjónustuna
sem hann þarf.


Þetta er alvarlegt og hættulegt fyrir Yazan.




Fötluð börn eiga mann-réttindi.


Þessi mann-réttindi segja skýrt:

  • það á að koma vel fram við fötluð börn
  • fötluð börn eiga að vera örugg
  • fötluð börn eiga að fá læknis-hjálpina sem þau þurfa

 

Það eru samningar með þessum mann-réttindum.

Barnasáttmálinn og Samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks


Þessir samningar heita:

  • Barnasáttmálinn
  • Samningur Sameinuðu þjóðanna
    um réttindi fatlaðs fólks

Mörg lönd hafa samþykkt að hlýða þessum samningum.
Ísland hefur líka gert það.


En þegar íslensk stjórnvöld senda lögregluna um miðja nótt
til að sækja Yazan á spítala og senda hann burt í flugvél
þá eru íslensk stjórnvöld ekki að hlýða samningnum.

Barnasáttmálinn rifinn í tvennt


Þess vegna er Þroskahjálp að mótmæla.
Þroskahjálp vill að íslensk stjórnvöld útskýri
hvers vegna þau geri svona
við ellefu ára fatlaðan dreng.




Þetta hefur gerst áður á Íslandi.
Þá var fatlaður maður sem vildi fá leyfi til að búa á Íslandi.
Hann þurfti læknis-hjálp og góða þjónustu.


En fatlaði maðurinn fékk ekki leyfi til að búa á Íslandi.
Íslensk stjórnvöld sendu lögregluna til að sækja manninn
og senda hann burt í flugvél.


Fatlaði maðurinn átti líka mannréttindi.
En íslensk stjórnvöld voru ekki að hlýða þeim.




Fyrir mörgum mánuðum ákváðu íslensk stjórnvöld
að Yazan fái ekki leyfi til að búa á Íslandi.
Þau sögðu að bráðum myndu þau senda Yazan burt frá Íslandi.
Margt fólk mótmælti þessu.
Líka Þroskahjálp.

Yazan Tamimi: margt fólk mótmælti til að styðja Yazan


Þroskahjálp vildi að ríkis-stjórnin myndi tala um málið hans Yazan.
Ríkis-stjórnin getur gefið Yazan leyfi til að vera á Íslandi.


En ríkis-stjórnin talaði ekki strax um málið hans Yazan.
Það leið langur tími og Yazan hafði miklar áhyggjur.
Yazan og fjölskylda hans vissu að íslensk stjórnvöld
gætu sent lögregluna til að sækja þau
og setja Yazan í flugvél.


Loksins talaði ríkis-stjórnin um málið hans Yazan.
En þau gerðu það svo seint.
Þau gerðu það þegar lögreglan var búin að sækja Yazan
um miðja nótt á spítalann.


Þroskahjálp mótmælir þessu líka.
Ríkis-stjórnin hefði átt að tala um málið hans Yazan
fyrir löngu síðan.
Því það var fyrir löngu síðan
að íslensk stjórnvöld ákváðu
að Yazan fái ekki leyfi til að búa á Íslandi.




Þroskahjálp finnst þetta allt svo alvarlegt.
Íslensk stjórnvöld hafa komið illa fram við Yazan
.


Þess vegna mótmælir Þroskahjálp

og vill að íslensk stjórnvöld útskýri
hvers vegna þau geri þetta.