Europe in Action 2024

Sendinefnd Íslands á ráðstefnunni: Fabiana Morais, Anna Lára Steindal, Heiða Vigdís Sigfúsdóttir, In…
Sendinefnd Íslands á ráðstefnunni: Fabiana Morais, Anna Lára Steindal, Heiða Vigdís Sigfúsdóttir, Inga Hanna Jóhannesdóttir, Bryndís Matthíasdóttir og Katarzyna Kubis.

Ráðstefna Inclusion Europe, Europe in Action, var haldin í Glasgow dagana 6.  – 10. maí.

Fulltrúar frá Þroskahjálp og Átaki sóttu ráðstefnuna sem var ákaflega vel heppnuð. Áhersla var lögð á að kynna fyrirmyndarverkefni og efla tengsl.

Á ráðstefnunni voru til dæmis málstofur um verkefni sem miða að því að styrkja fólk með þroskahömlun til að vera eigin talsmenn, fjallað um fordóma og forréttindi, kosningar og réttinn til að kjósa, sjálfsákörðunarréttinn og söfnun Inclusion Europe á tölfræði um málefni fólks með þroskahömlun í Evrópu.

Íslenska sendinefndin snýr heim með nýjar hugmyndir og sambönd og ferskan innblástur til þess að halda baráttunni fyrir inngildingu og jafnrétti áfram.