Dagskrá
Lifandi tækni
Málþing um fatlað fólk í tæknivæddri framtíð
Facebook viðburður
Málþingsstjóri:
Fabiana Morais
13.00–13.10 — Setning
Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri, Þroskahjálp
13.10–13.20 — Ávarp og innlegg
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra
13.20–13.40 — Stafræni Íslendingurinn
Ableismi og fötlunarfordómar: Hvað þarf fólk að geta gert á netinu, til hvers er ætlast af fólki, og hvernig erum við á ólíkum stað til að geta mætt þeim kröfum.
Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, doktorsnemi í fötlunarfræðum
13.40–13.50 — Stutt hlé í 10 mínútur
13.50–14.20 — Sófaspjall 1
Samfélagsleg ábyrgð og þátttaka stjórnvalda
Vítt spjall hugsað sem inngangur að umræðunni sem fram fer í framhaldinu.
Hvað hafa stjórnvöld verið að gera og hvaða sýn hafa þau?
Hver ber ábyrgð á að tækni sé aðgengileg?
Og hver ber ábyrgð á að fólk fái tækifæri til þátttöku?
Þátttakendur
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra
Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra
Spyrill
Atli Már Haraldsson, stjórnarmeðlimur, Átak - félag fólks með þroskahömlun
14.20–14.30 — Stutt hlé í 10 mínútur
14.30–15.00 — Sófaspjall 2
Tækni og manneskja
Fókus á gervigreind og tækni í víðum skilningi. Tala um hættuna á því að gervigreind jaðarsetji fatlað fólk enn frekar. Ítreka að það eru alltaf manneskjur sem bera ábyrgð á því ef tækni verður til þess að mismuna og jaðarsetja hópa fólks.
Þátttakendur
Hanna Kristín Skaftadóttir, lektor, Háskólinn á Bifröst
Rósa Hjörvar, stafrænn verkefnastjóri, ÖBÍ
Spyrill
Haukur Guðmundsson, formaður, Átak - félag fólks með þroskahömlun
15.00–15.20 — Lengra hlé í 20 mínútur
15.20–15.50 — Sófaspjall 3
Tækni og samfélag
Spjall milli aðila sem hafa tekið þátt í verkefni Þroskahjálpar s.l. mánuði um hvað gerist þegar apparat eins og Þroskahjálp leitar eftir samtali við tæknigeirann til að miðla upplýsingum, skilningi, viðhorfum og innsýn. Í þessum samtölum hafa kviknað fjölmargar hugmyndir um bæði hvernig tækni getur verið meira inngildandi og líka hvernig nota má tækni til að brúa bilið sem verður til í samspili skerðinga og umhverfis í lífi fatlaðs fólks.
Þátttakendur
Magga Dóra, stafrænn hönnunarleiðtogi, Mennsk ráðgjöf
Ingvi Guðmundsson, hönnunarstjóri, Gangverk
Spyrill
Ólafur Snævar Aðalsteinsson, stjórnarmeðlimur, Þroskahjálp
15.50–16.00 — Stutt hlé í 10 mínútur
16.00–16.30 — Sófaspjall 4
Tækni og tækifæri
Umræða um útópíu — hvernig getum við unnið þetta verkefni með sem mestum árangri, tryggt miðlun upplýsinga um réttindi og þarfir fatlaðs fólks til þeirra sem hanna, þróa og nota tækni og um leið tryggt tæknilæsi fatlaðs fólk til að tæknin verði tól til inngildingar frekar en jaðarsetningar?
Þátttakendur
Adda Guðrún Gylfadóttir, stafræn örfræðsla og efnissköpun, Alda
Hannes Högni Vilhjálmsson, prófessor, tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík
Spyrill
Helga Pálína Sigurðardóttir, stjórnarmeðlimur, Átak - félag fólks með þroskahömlun
16.30–17.30 — Léttar veitingar, spjall og tengslamyndun
Ýmsar tæknilausnir til að sjá og prófa
— Sýndarveruleikagleraugu: leyfa fólki að prófa þá veruleika sem Þroskahjálp og/eða HR hafa skapað
— Umferlisöpp: frá þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda og sjónskerta
— Önnur tækni sem nýtist fötluðu fólki til aukinnar þátttöku í samfélaginu
Skráning á málþingið er hér