Nýr framkvæmdastjóri Listar án landamæra

Íris
Íris
Íris Stefanía Skúladóttir hefur verið ráðin sem ný framkvæmdastýra Listar án Landamæra. Hún hefur stundað nám við viðskiptafræðideild og íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.

Íris Stefanía Skúladóttir hefur verið ráðin sem ný framkvæmdastýra Listar án Landamæra. Hún hefur stundað nám við viðskiptafræðideild og íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Hún stofnaði og rak Norðurpólinn leikhús og hefur unnið sem bæði verkefnastjóri og framkvæmdastjóri við leiksýningar, hátíðir og listviðburði. Íris hefur brennandi áhuga á listum og markmið hennar í þeim verkefnum sem hún hefur tekið sér fyrir hendi er fjölbreytileiki. Hún hefur meðal annars tekið þátt í sýningum sem hafa átt sér stað í reiðhöll, á varðskipi og í Þjóðmenningarhúsinu. Það er gaman að segja frá því að Íris tók þátt í List án landamæra árið 2006 í leiklistarveislu í Borgarleikhúsinu og hefur fylgst með hátíðinni allar götur síðan.

sjá nánar http://listanlandamaera.wordpress.com/