Starfsnemar hjá Þroskahjálp

Ingibjörg Fríða Margeirsdóttir og Fabiana Morais
Ingibjörg Fríða Margeirsdóttir og Fabiana Morais

Í síðustu viku hófu tveir starfsnemar störf á skrifstofu Þroskahjálpar. Það er sönn ánægja að kynna þær hér og erum himinlifandi yfir því að fá þær til liðs við okkur:

 

Ingibjörg Fríða Margeirsdóttir

Ingibjörg Fríða Margeirsdóttir

Hvað ertu gömul?
24 ára.

Í hvaða námi ertu?
Ég er í diplóma námi á menntavísindasviði í Háskóla Íslands, á öðru ári.  

Afhverju komstu í starfsnám til þroskahjálpar?
Mig langaði að prófa eitthvað nýtt þar sem ég vinn á leikskóla og langaði að kynnast því hvernig mannréttindasamtök virka.

Hvað finnst mér mikilvægast í réttindabaráttunni?
Mér finnst mikilvægast að enginn dæmi aðra fyrirfram, áður en við dæmum fólk, til dæmis hvað það getur og getur ekki, þurfum við að kynnast því.

Hvernig byrjaði áhugi þinn á mannréttindabaráttu?
Þessi áhugi er að byrja núna þegar ég fæ tækifæri til að kynnast því hvað mannréttindasamtök gera til að auka tækifæri og réttindi.

 

Fabiana Morais

Fabiana Morais

Hvað ertu gömul?
20 ára.

Í hvaða námi ertu?
Ég er í diplóma námi á menntavísindasviði í Háskóla Íslands, á öðru ári. 

Afhverju komstu í starfsnám til þroskahjálpar?
Ég var í starfsnámi hjá Þroskahjálp í vor og fannst það mjög skemmtilegt. Þess vegna óskaði ég eftir því að fá að fara aftur í starfsnám þangað á þessari önn.

Hvað finnst mér mikilvægast í réttindabaráttunni?
Mér finnst mikilvægast að allir fái jöfn tækifæri til þátttöku í samfélaginu. Ef við ætlum að hafa jafnrétti þá verður að vera jafnt fyrir alla. Og allir verða að fá tækifæri til þess að láta rödd sína heyrast og geta sagt frá reynslu sinni og upplifun. Við erum ekki öll eins, en þó við séum ólík erum við samt öll jöfn. 

Hvernig byrjaði áhugi þinn á mannréttindabaráttu?
Ég fékk áhuga á mannréttindum og jafnrétti þegar byrjaði í náminu í HÍ. Áhuginn styrktist þegar ég kom í starfsnám til Þroskahjálpar og hitti alls konar fólk sem Þroskahálp er í samstarfi við sem hlustaði á það sem ég hafði að segja. Ég vona að ég geti haldið áfram að segja frá minni reynslu og að það muni hjálpa okkur að búa til betra samfélag fyrir alla.