Vinir Yazans: yfirlýsing fjölda einstaklinga til stuðnings Yazan Tamimi

Vinir Yazans, hópur fólks sem styður unga drenginn Yazan Aburajab Tamimi, sem á yfir höfði sér brottvísun úr landi þrátt fyrir alvarleg veikindi og fötlun, hefur að undanförnu safnað yfirlýsingum fólks víðs vegar að úr þjóðfélaginu sem hvetur íslensk stjórnvöld til mannúðar í þeirri afar erfiðu stöðu sem Yazan er í.

 

Á vefsíðunni Vinir Yazans má lesa yfirlýsinguna í heild sinni og sjá nöfn þeirra fjölmörgu einstaklinga sem hafa lagt nafn sitt við baráttuna:

Vefsíðan vinir Yazans

 

Virðum þá mannréttindasamninga sem íslenska ríkið hefur lögfest og undirgengist og sýnum mannúð í verki.

Yazan á heima hér!