Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar, ásamt Guðmundi Inga Guðbrandssyni félags- og vinnumarkaðsráðherra, Þuríði Hörpu Sigurðardóttur þáverandi formanni ÖBÍ og Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur aðstoðarmanni ráðherra.
Alþingi samþykkti í gær fyrstu landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks hér á landi. Áætlunin felur í sér 60 aðgerðir til að koma í framkvæmd ákvæðum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Landsáætlunin er liður í innleiðingu og lögfestingu samningsins hér á landi.
Fulltrúar Þroskahjálpar tóku virkan þátt í gerð áætlunarinnar og fögnum við þessum merka áfanga!
Nánar má lesa um samþykkt Alþingis og landsáætlunina á vef stjórnarráðsins hér.