Spennandi tímar framundan í náms- og atvinnutækifærum fatlaðs fólks

Anna Lára Steindal verkefnastjóri hjá Þroskahjálp, Sara Dögg Svanhildardóttir formaður starfshóps um…
Anna Lára Steindal verkefnastjóri hjá Þroskahjálp, Sara Dögg Svanhildardóttir formaður starfshóps um aukin náms- og atvinnutækifæri fatlaðs fólks, og Unnur Helga Óttarsdóttir formaður Þroskahjálpar.

Sara Dögg Svanhildardóttir, formaður starfshópsins um aukin náms- og starfstækifæri fyrir fatlað fólk  kom í heimsókn til okkar og kynnti skýrsluna sem ber heitið  ,,Við erum öll ólík og öll eins’’ .

 

Markmið tillagnanna í skýrslunni er að menntakerfið, hvort heldur sem er framhaldsskólar, háskólar eða framhaldsfræðslan, tryggi aðgengi að námi við hæfi án aðgreiningar og uppfylli ákvæði samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks um jöfn tækifæri fyrir fatlað fólk til þess að efla færni sína til þátttöku á almennum vinnumarkaði.

 

Verkefnin sem kynnt eru til sögunnar í skýrslunni gefa góða von um að raunveruleg og tilfinnanleg framfaraskref verði stígin í átt að auknum náms- og atvinnutækifærum fatlaðs fólks á allra næstu mánuðum og árum. 

 

Sjá nánar:

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/03/11/Tillogur-ad-auknum-nams-og-starfstaekifaerum-fyrir-fatlad-folk-/

 

Við þökkum Söru Dögg kærlega fyrir góða kynningu og hlökkum til áframhaldandi samstarfs til að hreyfa þessu mikilvæga máli áfram. 

 

Það eru spennandi tímar framundan!