Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um Happdrætti Háskóla Íslands og lög um happdrætt (bann við rekstri spilakassa), 92. mál.
17. mars 2023
Landssamtökin Þroskahjálp þakka fyrir að hafa fengið frumvarpið til umsagnar og lýsa stuðningi við það.
Um rök fyrir afstöðu sinni vísa samtökin til þess sem fram kemur í umsögn landlæknis um frumvarpið, dags. 26. maí 2021, þegar það var áður lagt fram.
Rannsóknir sýna að fólk með þroskahömlun og/eða skyldar fatlanir og einhverft fólk er berskjaldað fyrir spilafíkn af því tagi sem lýst er í framannefndri umsögn embættis landlæknis Þá er mikill skortur hér á landi á viðeigandi meðferð við fíkn fyrir fólk með þroskahömlun og/eða skyldar fatlanir og einhverft fólk.
Virðingarfyllst.
Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar
Nálgast má lagafrumvarpið sem umsögnin á við hér.