Yfirlýsing frá Þroskahjálp vegna máls Yazans Tamimi
16.05.2024
Yazan Tamimi
Landssamtökin Þroskahjálp skora á íslensk stjórnvöld til að endurskoða ákvörðun sína um að senda úr landi Yazan Tamimi, 12 ára palestínskan dreng með Duchenne hrörnunarsjúkdóminn.
Skoða verður ítarlega stöðu fjölskyldu Yazans og taka tillit til fötlunar Yazans og þeirrar staðreyndar að vegna Duchenne sjúkdómsins þarf hann stöðuga sérhæfða læknisþjónustu.
Að senda dreng í þeirri stöðu sem Yazan er úr landi og í algjöra óvissu er mjög ómannúðlegt og fer í bága við réttindi og vernd sem fötluð börn eiga að njóta samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og samningi Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.