Hvað með okkur?

Hvað með okkur? - málþing Þroskahjálpar og diplómanáms þar sem fatlað fólk er í aðalhlutverki

Föstudaginn 11. apríl 2025 kl. 13.00 halda Þroskahjálp og Diplómanám HÍ málþing þar sem fatlað fólk er í aðalhlutverki.

Málþingið er haldið á Hilton Reykjavik Nordica.
Málþingið byrjar kl. 13 og svo er partí kl. 17 til 19!

Rýmið er aðgengilegt, og á staðnum verða bæði táknmálstúlkur
og teiknarar sem munu túlka efni málþingsins.

Boðið verður upp á kaffiveitingar á meðan málþinginu stendur og léttan mat að málþingi loknu.

Við biðjum gesti að skrá sig á málþingið, svo við vitum nú hvað við eigum að panta mikið af veitingum!

 

Get ég komið á málþingið?
Já, öll eru velkomin á Hilton Reykjavik Nordica. Við byrjum kl. 13.00.
Vinsamlegast skráið ykkur með því að smella á skráningar-hnappinn neðar á síðunni.

Get ég horft í tölvunni eða símanum?
Já, málþingið verður í streymi.
Það mun birtast hér á þessari síðu nokkrum dögum fyrir málþingið.
Streymið hefst kl. 13, og upptaka af málþinginu verður aðgengileg eftir að því lýkur.


Skráning á málþingið er hér

Hilton Reykjavik Nordica — hvar er gengið inn?

Hilton Reykjavik Nordica er við Suðurlandsbraut 2 í Reykjavík.

Aðgengi fyrir bíla er bakvið hótelið.


Hér er kort af staðsetningunni:

 

 

Aðgengi

Gott aðgengi er fyrir fólk með hreyfihömlun á Hilton Reykjavik Nordica.

Það verður táknmálstúlkur bæði á fundinum og í streyminu.

Ef þú lendir í vandræðum getur þú hringt í Þroskahjálp í síma 588 9390.