Bókun fulltrúa Landssamtakanna Þroskahjálpar í verkefnisstjórn samstarfsverkefnis um innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar, sbr. bráðabuirgðaákvæði V í lögum um málefni fatlaðs fólks
Lögð fram á fundi i verkefnisstjórnar 27. október 2015.
Bókun fulltrúa Landssamtakanna Þroskahjálpar í verkefnisstjórn samstarfsverkefnis um innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar, sbr. bráðabuirgðaákvæði V í lögum um málefni fatlaðs fólks
Lögð fram á fundi i verkefnisstjórnar 27. október 2015.
Landssamtökin Þroskahjálp telja þá stöðu sem upp er komin í verkefnisstjórninni algjörlega óásættanlega, sbr. bókun fulltrúa sveitarfélaga í verkefnisstjórninni 20. október 2015. Samtökin telja bráðnauðsynlegt og algjörlega óhjákvæmilegt að þau stjórnvöld ríkis og sveitarfélaga sem bera lagalega ábyrgð á þjónustu við fatlað fólk og samstarfsverkefninu leysi án tafar þann ágreining sem með þeim er um fjármögnun verkefnisins til að unnt sé að stýra verkefninu með eðlilegum hætti og í samræmi við umrætt lagaákvæði. Lausn þessa ágreinings og full þátttaka fulltrúa sveitarfélaga í verkefninu er augljós forsenda þess að leiða megi verkefnið þannig til lykta að fyrir liggi traustar upplýsingar og gögn sem má nýta til að meta verkefnið fjárhagslega og faglega fyrir árslok 2016 þegar verkefninu skal vera formlega lokið og fyrir velferðarráðherra til taka mið af þegar hann leggur fram frumvarp um lögfestingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar sem eins meginforms þjónustu við fatlað fólk eins og ráðherra ber að gera fyrir árslok 2016, sbr. lokamálsgrein bráðabirgðaákvæðis V í lögum um málefni fatlaðs fólks.