Fundur Landssamtakanna Þroskahjálpar með dómsmálaráðherra.
Formaður og framkvæmdastjóri Þroskahjálpar funduðu í morgun með Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Á fundinum var farið yfir ýmsar ráðstafanir og aðgerðir sem Landssamtökin Þroskahjálp telja nauðsynlegt að íslensk stjórnvöld grípi til ef þau ætla að standa við skuldbindingar sínar um að tryggja fötluðu fólki án mismununar þau mannréttindi sem mælt er fyrir um í ýmsum fjölþjóðlegum samningum sem Ísland hefur undirgengist. Þessar skuldbindingar eru sérstaklega áréttaðar í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem íslenska ríkið fullgilti sl. haust og skuldbatt sig þar með til að virða og framfylgja.
Á fundinum var einnig rætt um skýrslu vistheimilanefndar um Kópvogshælið, framkvæmd við greiðslu sanngirnisbóta og tillögur til úrbóta sem vistheimilanefnd setur fram í skýrslunni og hvað íslensk stjórnvöld geti gert og þurfi að gera til að hrinda þeim tillögum í framkvæmd.
Fundurinn var gagnlegur og vill Þroskahjálp þakka dómsmálaráðherra fyrir hann. Samtökin óska ráðherra velfarnaðar í þeim mikilvægu störfum sem henni hefur verið treyst fyrir, ekki síst við að tryggja og hafa eftirlit með að fatlað fólk og aðrir fái í framkvæmd þau mannréttindi sem íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að veita öllum, m.a. með því að gera nauðsynlegar breytingar á lögum og reglum, í stjórnkerfi, stjórnsýslu og opinberri þjónustu.
Á eftirfarandi hlekkjum má nálgast minnisblöð með áhersluatriðum sem Þroskahjálp lagði fram og fór yfir á fundinum með dómsmálaráðherra.
Nokkur áhersluatriði Þroskahjálpar: lesa hér
Aðgerðir varðandi úrbótatillögur vistheimilanefndar: lesa hér
Nokkur mikilvæga atriði varðandi sanngirnisbætur: lesa hér