Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálp um frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum (kynferðisbrot), þskj. 261, 241. mál.

 Eins og bent er á í greinargerð sem fylgir frumvarpinu hefur framþróun í tækni orðið til þess að mun auðveldara er nú en áður að nálgast barnaníðsefni á netinu, sem og að miðla því. Með auknu aðgengi og útbreiðslu barnaníðsefnis eru slík brot nú einnig umfangsmeiri, skipulagðari og grófari en áður. Nauðsynlegt er að sporna við þessu með öllum tiltækum ráðum.

Rannsóknir sýna að konur og börn með þroskahömlun og skyldar raskanir eru allt að fimm sinnum líklegri en aðrir hópar til þess að verða fyrir hvers kyns ofbeldi, þar á meðal kynferðisofbeldi. Landssamtökin Þroskahjálp, sem sinna hagsmunagæslu og réttindavernd fyrir fötluð börn og ungmenni og fólk með þroskahömlun og skyldar raskanir, styðja því heils hugar tillögur þær sem er að finna í frumvarpi því sem hér er til umsagnar og hvetja til að það verði samþykkt.

Virðingarfyllst.

Bryndís Sæbjörndsdóttir, formaður Þroskahjálpar.

Anna Lára Steindal, verkefnastjóri í málefnum fatlaðra barna hjá Þroskahjálp.

Nálgast má frumvarp sem umsögnin á við hér: