Velferðarnefnd Alþingis.
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar (LÞ) um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 125/1999, um málefni aldraðra. (Þingskjal 452 352. mál).
Landssamtökin Þroskahjálp þakka velferðarnefnd fyrir að fá ofangreint lagafrumvarp sent til umsagnar og vilja koma eftirfarandi á framfæri varðandi það.
Samtökin líta svo á að markmið frumvarpsins sé að tryggja betur en gert er samkvæmt gildandi lögum virðingu stjórnvalda fyrir hjónabandi, samböndum og fjölskyldulífi aldraðs fólks og verja það betur en gildandi lög gera fyrir mismunun á grundvelli skertrar heilsu eða færni hvað þau mannréttindi varðar.
Landssamtökin styðja þá breytingu á lögum um málefni aldraðra sem lögð er til i frumvarpinu og leggja áherslu á að sömu sjónamið og rök eiga við um réttindi fatlaðs fólks, enda eru þessi mannréttindi sérstaklega tryggð og varin í 23. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem íslensk stjórnvöld hyggjast fullgilda á næstunni og vinna nú að því að tryggja að lög, reglur og stjórnsýsluframkvæmd uppfylli kröfur samningsins.
22. mars 2016.
Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri landssamtakanna Þroskahjálpar.