Landssamtökin Þroskahjálp vilja koma eftirfarandi á framfæri varðandi frumvarpsdrögin.
Samtökin tóku þátt í starfi starfshóps sem fór yfir umönnunagreiðslur og greiðslur til foreldra langveikra eða fatlaðra barna. Frumvarpið byggir að langmestu leyti á niðurstöðum starfshópsins sem fram koma í skýrslu hans.
Samtökin styðja þær meginbreytingar sem fram koma í frumvarpinu, þ.e.a.s. að:
- Sameinuð verði í eina löggjöf ákvæði um umönnuargreiðslur og foreldragreiðslur.
- Umönnunarþörf barns verði það sem ræður upphæð greiðslna. Dregið verði úr vægi læknisfræðilegra greininga og aukin áhersla verði á upplýsingar frá umönnunaraðilum.
- Skilið verði á milli greiðslna fyrir umönnun annars vegar og kostnaðar hins vegar með greiðslnu sértakra kostnaðargreiðslna.
- Heimilt verði að skipta greiðslum umönnunar- og kostnaðargreiðslna á milli umönnunaraðila.
- Atvinnuþátttaka eða nám umönnunaraðila skipti ekki máli hvað varðar greiðslur nema þegar um er að ræða tekjutengdar umönnunargreiðslur sem heimilt verði að veita í 24 vikur.
Athugasemdir við fyrirliggjandi frumvarpstexta
Víða í textanum er notað orðalagið “alvarlega fatlað barn”. Landssamtökin þroskahjálp telja að þetta orðalag sé full gildishlaðið og bendi til að fæðing fatlaðs barns sé alvarlegur og jafnvel sorglegur viðburður, ef barnið hefur miklar skerðingar Oftast nær virðist vera nægjanlegt að nota fatlað barn ef það er ekki nægjanlegt til að afmarka þennan hóp barna er lagt til að notað verði orðalagið “fatlað barn með miklar þjónustuþarfir/umönnunaþarfir”.
8. grein - Umönnunarmat
Landssamtökin Þroskahjálp telja að ástæða sé til að innleiða með skýrum hætti þær breytingar að umönnunþörf barns frekar enn einvörðungu læknisfræðilegar skilgreiningar séu lagðar til grundvallar umönnunarstyrk og greiðslum. Umönnunaþörf barns verður ekki metin nema í nánu samstarfi við forelda þess eða aðra umönnunaðila.
1. málsgrein
Ef til vill er skýrara að umorða setninguna um mat sveitarfélags á sérstakri umönnunþörf þar sem slíkt mat er gert að beiðni TR.
Tillaga að breytingu
“Skilyrði fyrir umönnunarstyrk og greiðslum er að Tryggingastofnun hafi metið sérstaka þörf barnsins fyrir umönnun umönnunaraðila og fellt undir umönnunarþrep skv. 2 mgr., br einnig 2. mgr.15. gr. Tryggingastofnun getur óskað eftir því við hlutaðeigandi sveitarfélag að það leggi sitt mat á umönnunarþörf barns og sendi stofnuninni, sbr 32. Gr. laga um um félagsþjónustu.”
Við gerð umönnunarmats og og heimfærslu undir umönnunarþrep skal Tryggingastofnun byggja á fyrirliggjandi gögnum þar með talið mati umönnunaraðla á umönnunarþörf barnsins
Síðasta málsgrein
Í þessar málsgrein er ákvæði um að sértæk dagvistarþjónusta geti skert greiðslur. Landssamtökin Þroskahjálp leggjast alfarið gegn þessu ákvæði en geta samþykkt að umtalsverðar skammtímadvalir utan heimilis barnsins geti haft áhrif á greiðslur.
10. grein
Í þessari grein er ákvæði um fjárhæð umönnarstyrks eftir umönnunarþrepum. Hér verður sérstaklega staldrað við fjárhæðir í þrepi 4 og 5.
Greiðslur í þeim flokkum eru annars vegar þrep 4 kr. 270.000 og hins vegar þrep 5 kr. 360.000 Hér er um að ræða 300-500 foreldra.
Samkvæmt frumvarpinu kemur að auki sérstök kostnaðargreiðsla sem að lágmarki er kr. 10.000 á mánuði og getur hæst orðið kr. 40.000 á mánuði . Til samanburðar eru hæstu greiðslur umönnunagreiðslna nú kr. 199.361 í 1. flokki og kr. 169.456 í 2. flokki
Við samanburð á greiðslum verður að hafa í huga að umönnunagreiðslur í núverandi kerfi eru skattlausar og að flestir þeir sem nú njóta foreldragreiðslna (u.þ.b. 60 manns) að upphæð kr. 250.000 auk hugsanlega uppbótar vegna barna á framfæri njóta einnig umönnunargreiðslna. Sá hópur er því með greiðslur að lágmarki kr. 450.000 þar af um kr. 200.000 skattlausar. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir 4 ára sólarlagsákvæði varðandi val foreldra sem nú eru á greiðslum.
Samkvæmt ofangreindu eru mögulegar greiðslur til þeirra sem eru að koma nýir inn í kerfið og eru foreldrar barna með miklar umönnarþarfir töluvert lægri en til þeirra sem nú njóta foreldragreiðslna Á móti kemur að engar kvaðir eru um að fólk njóti ekki hæstu greiðslna þrátt fyrir þátttöku á vinnumarkaði eða nám
Niðurstaða er að þarf að hækka greiðslurnar.
21. grein
Landssamtökin Þroskahálp styðja það að greitt sé í lífeyrissjóð vegna umönnunargreiðslna með mótframlagi frá ríkinu. Samtökin telja einnig að skoða ætti sambærilegt fyrirkomulag vegna umönnunstyrks þar sem búast má við að þeir sem njóta umönnunastyrks, sérstaklega í efri flokkunum, geti verið bæði stopult á vinnumarkaði og í lægri stöðuhlutfalli en ella vegna umönnunar barna sinna og standi þannig höllum fæti hvað varðar lífeyri.
26. grein
Gert er ráð fyrir því í greininn að óheimilt sé að greiða umönnunarstyrk lengra aftur í tímann en 12 mánuði frá því að umsókn barst TR.
Landssamtökin Þroskahjálp telja eðlilegt að miða við þá almennu reglu sem er að finna í almanntryggingalögum að heimilt sé að greiða 24 mánuði aftur í tímann, enda liggi fyrir að aukin umönnunarþörf barns hafi verið til staðar þá.
Benda má á að biðlistar eftir greiningum sem getur verið forsenda fyrir umsókn hafa að undanförnu verið að lengjast.
Virðingarfyllst.
Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar
Anna Lára Steindal, verkefnastjóri í málefnum fatlaðs fólks
Nálgast má frumvarp sem umsögnin á við hér