Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um drög að leiðbeiningum fyrir sveitarfélög um stuðningsþjónustu samkvæmt lögum nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga, með síðari breytingum.

Landssamtökin Þroskahjálp vilja koma eftirfarandi ábendingum / athugasemdum við einstakar greinar leiðbeininganna á framfæri:

 1. gr.

Réttur til þjónustu og inntak hennar.

 Í stað orðalagsins „ ... sem hentar á hverjum stað ...“ í 1. mgr. komi „ ... sem hentar hverjum notanda miðað við aðstæður á hverjum stað ...“. Þá væri til bóta að mati samtakanna að það kæmi skýrar fram í málsgreininni að þjónustans skuli veitt  „á forsendum notandans“.

 

Fyrir aftan 2. mgr. þarf að mati samtakanna að koma texti / leiðbeiningar til sveitarfélaga um að þessi skipting snúi einungis að sveitarfélögunum sjálfum en eigi ekki að snúa að notendum nema þegar mál eru komin í kæruferla.

 

2. gr.

Gagnaöflun.

 Samtökin teldu til bóta ef orðalag væri skýrara hér, þ.e. fumkvæðisskylda sveitarfélagsins að veita einstaklingi fullnægjandi leiðbeiningu og aðstoð við að sækja um allt sem hann þarf og á rétt á, t.d. að tryggja að hann fái öll umsóknareyðublöð frá þjónustuaðila/sveitarfélagi.

 

3. gr.

Mat á stuðningsþörf.

 Samtökin leggja til að eftir „umsækjanda „ í 1. mgr. 3. gr. komi „og í samræmi við raunverulegar stuðningsþarfir“.

 

7. gr.

Svör við umsókn.

 Samtökin leggja til að í geininni verði kveðið á um aðumsækjandi eigi rétt á aðstoð við að kæra ákvörðun og að það sé það skylda sveitarfélags að aðtoða hann við það og/eða aðstoða hann við að komast í samband við réttindagæslumann sem aðstoðar hann við það.

 Nálgast má leiðbeiningar sem umsögnin á við hér.