Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um drög að leiðbeiningum fyrir sveitarfélög varðandi framkvæmd frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni skv. lögum nr. 38/2018.

Inngangur, 2. gr. og 6. gr.

Landssamtökin Þroskahjálp vekja sérstaka áherslu á athugasemdum með 16. gr. frumvarpsins sem varð að 16. gr. laga nr. 38/2018, um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Þar segir m.a. um tilgang frístundaþjónustunnar. 

Lagt er til að betur sé komið til móts við fötluð börn og þeim veitt sú þjónusta sem hentar hverju og einu, líkt og á við um ófötluð börn. Tilgangur þessa er að jafna aðstöðu foreldra á vinnumarkaði þannig að þeir geti unnið fullan vinnudag og þurfi ekki að ljúka vinnudegi um leið og hefðbundnum skóladegi lýkur. Það er því mikill ávinningurinn fyrir samfélagið í heild sinni að slík þjónusta sé í boði í hverju sveitarfélagi. Þá er tilgangurinn einnig að bjóða öllum börnum, fötluðum og ófötluðum, upp á sambærilega þjónustu. ... Jafnframt er tilgangur þessarar þjónustu að rjúfa félagslega einangrun fatlaðra barna.

Samtökin leggja mikla áherslu á að að reglur og leiðbeiningar sem settar eru um framkvæmd ákvæða 16. gr. laga nr. (/2018, og framkvæmdin öll verður að vera í fullu samræmi við þessi skýringu löggjafans á tilgangi frístundaþjónustunnar og þann skýra vilja löggjafans sem þar kemur fram, þ.m.t. hvað varðar reglur og leiðbeiningar um á hvaða dögum skylt sé að veita frístundaþjónustuna. Að mati samtakanna er augljóst að túlka verður lagaákvæðið í samræmi við tilgang þess sem leiðir m.a. til að bjóða verður þessa þjónustu á öllum dögum nema á lögbundnum frídögum, þ.e. svonefndum rauðum dögum. Af því leiðir að óheimilt er að draga úr þessari þjónustu á sumrin þó að margt fólk fari í frí á þeim tíma, enda er allur gangur á því hvenær fólk nýtir rétt sinn til að fara í frí.

3. gr.

Landssamtökin Þrokshjálp telja eðlilegt og mjög mikilvægt að í greininni og/eða eftir atvikum annars staðar í leiðbeiningunum sé mælt fyrir um að fagmenntað starfsfólk skuli sinna þjónustunni eða að lágmarki að starfsfólk í frístundaþjónustunni skuli vera undir handleiðslu fagmenntaðs fólks við skipulagningu og framkvæmd þjónustunnar.

6. gr.

Samtökin leggja áherslu á mikilvægi þess að þjónustan sé ekki of einhæf, t.d. eins allt árið og án tilbreytingar. Tryggja þarf að ekki verði rof í þjónustunni við þá einstaklinga sem í hlut eiga og rétt eiga til þjónustunnar og jafnframt þarf að tryggja að þeim standi til boða fjölbreytt / sambærileg tilboð og jafnöldrum og fái tilbreytingu, t.d. yfir sumartímann þegar skólar starfa ekki en ekki verði um tilbreytingarlaus sérúrræði að ræða gangvart þeim sem eru eins allt árið og jafnvel óbreytt árum saman.

9. gr. Samstarf og samhæfing.

Samtökin leggja mikla áherslu á mikilvægi þess að starfsfólk sem vinnur við frístundaþjónustuna taki virkan þátt í gerð þjónustuáætlunar og að það komi skýrt fram í leiðbeiningunum að það skuli tryggt.

Sama á við um 4. gr. leiðbeininganna

 

  Vakin er athygli á að tvær greinar í leiðbeiningadrögunum eru með númerið 9.

Umsögnina í samráðsgáttinni má skoða hér