Landssamtökin Þroskahjálp þakka fyrir að hafa fengið frumvarpið til umsagnar og vilja koma eftirfarandi á framfæri varðandi það
Með frumvarpi þessu er verið að bregðast við vaxandi vanda fólks sem kemur hingað til lands, m.a. til atvinnuþátttöku og einnig íslendinga sem hafa búið erlendis um lengri tíma.
Þessir einstaklingar koma oft frá löndum þar sem almannatryggingakerfi eru veikburða og/eða vanþróðuð og greiðslur úr þeim lágar, a.m.k. í ljósi verðlags hér á landi. Því er eðlilegt og sanngjarnt að íslenskt samfélag tryggi þessum einstaklingum sambærilega möguleika til framfærslu og öðrum sem í landinu búa og miði í því sambandi við raunverulegar tekjur þeirra í stað áunnina réttinda í árum talið.
Með vísan til þess sem að framan segir mæla Landssamtökin Þroskahjálp eindregið með að frumvarpið verði samþykkt.
Virðingarfyllst.
Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar.
Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.
Nálgast má frumvarpið sem umsögnin á við hér: