Landssamtökin Þroskahjálp vinna að mannéttindamálum fatlaðs fólks, með sérstaka áherslu á fötluð börn og fólk með þroskahömlun. Aðildarfélög að samtökunum eru rúmlega 20 með um 6000 félögum.
Samtökin vilja koma eftirfarandi á framfæri varðandi frumvarpið.
Breytingin er afar mikilvæg til að tryggja að við framkvæmd notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA), sem lögfest var með lögum um þjónustu við fatlað fólk með langavarandi stuðningsþarfir, sé fylgt hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf. Hugmyndafræðin um sjálfstætt líf byggist á því að notandinn, fatlaður einstaklingur sem þarf aðstoð, er sjálfur stjórnandi í eigin lífi. Til þess þarf að hafa víðtækar heimildir til að semja við starfsmenn um vinnufyrirkomulag sem hentar út frá einstaklingsbundnum þörfum hvers og eins.
Reynslan hefur sýnt bæði hérlendis og erlendis að við framkvæmd NPA hentar oft bæði notandanum og starfsmanninum að hafa svokallaðar sólahringsvaktir þar sem boðið er upp á hvíld og aðstöðu fyrir starfsmenn og svokallaðar sofandi næturvaktir þar sem starfsmaður er til taks. Þessi ráðstöfun er til hagsbóta fyrir báða aðila og til þess fallin að auka lífsgæði fatlaðs fólks og stuðla að nýsköpun á vinnumarkaði.
Með vísan til þess sem að framan er rakið hvetja Landssamtökin Þroskahjálp Alþingi eindregið til að samþykkja frumvarpið.
Frumvarp má lesa hér