Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, með síðari breytingum (afnám krónu á móti krónu skerðingar), 54. mál.
Landssamtökin Þroskahjálp vilja koma eftirfarandi á framfæri við fjárlaganefnd og Alþingi varðandi frumvarpið.
Samtökin telja vera afar mikilvægt að svokölluð aldurstengd uppbót sem á að rétta hag þeirra sem hafa verið öryrkjar frá unga aldri verði virk að nýju. Með því að leggja af svonefnda framfærsluuppbót og færa greiðslur í tekjutryggingu örorkulífeyris verður tryggt að hlutaðeigandi einstaklingar fái hærri greiðslur sér til framfærslu, eins og ráð var fyrir gert þegar sú uppbót var tekin í lög á sínum tíma.
Með vísan til þess sem að framan er rakið hvetja samtökin Alþingi eindregið til að samþykkja frumvarpið.
Landssamtökin Þroskahjálp óska eftir að fá að koma á fund velferðarnefndar til að gera betri grein fyrir sjónarmiðum sínum.
Framvarp má lesa hér