Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð sakamála (réttarstaða brotaþola, fatlaðra og aðstandenda).

Landssamtökin Þroskahjálp vinna að réttinda- og hagsmunamálum fatlaðs fólks, með sérstaka áherslu á fólk með fötluð með þroskahömlun og fötluð börn og ungmenni. Samtökin byggja stefnu sína á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og Barnasáttmála SÞ.

Samtökin fagna því að gera eigi breytingar á lögum með það að markmiði með tryggja betur réttindi fatlaðs fóks sem áréttuð eru í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem íslenska ríkið fullgilti árið 2016 og skuldbatt sig þar með til að virða og framfylgja, þ.m.t. með því að gera nauðsynlegar breytngar á lögum í því skyni, sbr. 4. gr. samningsins. Ákvæði 13. gr. samningsins hafa sérstaka þýðingu hvað varðar frumvarpið sem hér er til umfjöllunar. Yfirskrift greinarinnar er “Aðgangur að réttinum” og hljóðar hún svo[1]:


     „1.      Aðildarríkin skulu tryggja fötluðu fólki árangursríkan aðgang að réttinum til jafns við aðra, meðal annars með aðlögun málsmeðferðar og aðlögun með tilliti til aldurs í því skyni að greiða fyrir árangursríkri þátttöku þess, beinni eða óbeinni, þar á meðal sem vitni, í allri málsmeðferð, þ.m.t. á rannsóknarstigi eða öðrum fyrri stigum máls.
     2.      Í því skyni að tryggja fötluðu fólki árangursríkan aðgang að réttinum skulu aðildarríkin efla viðeigandi þjálfun fyrir þau sem starfa á sviði réttarvörslu, þar á meðal lögreglu og starfsfólk fangelsa.“

Samtökin beina því til dómsmálaráðuneytisins að skoða hvort breyta þurfi einhverjum ákvæðum í frumvarpinu til að tryggja að sakborningur, sem er með þroskahömlun og/eða einhverfu og/eða geðrænar raskanir, þurfi að fá meiri aðstoð og viðeigandi aðlögun en frumvarpið mælir fyrir um til að tryggja að ítrasta réttaröryggis sé gætt.

Landssamtökin Þroskahjálp áskilja sér rétt til að koma fleiri ábendingum og athugasemdum varðandi frumvarpið á framfæri á síðari stigum, s.s. við þinglega meðferð þess.

 

Virðingarfyllst.

Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar.

Nálgast má frumvarpið sem umsögnin á við hér



[1] Hér er notuð þýðing samningsins sem er nú til meðferðar á Alþingi, sbr. þingsályktunartillögu sem nálgast má á þessum hlekk: https://www.althingi.is/altext/151/s/0960.html