Umsagnir 11.12.2023
Landssamtökin Þroskahjálp vinna að réttinda- og hagsmunamálum fatlaðs fólks, með sérstaka áherslu á fötluð börn, fólk með þroskahömlun og/eða skyldar fatlanir og einhverft fólk. Samtökin byggja stefnu sína á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, barnasáttmála SÞ og öðrum fjölþjóðlegum mannréttindasamningum, sem og heimsmarkmiðum SÞ.
Í nýrri skýrslu Innocenti, alþjóðlegrar rannsóknarmiðstöðvar UNICEF, sem ber yfirskriftina Report Card 18: Child Povery in the Midst of Wealth, þar sem velferð barna innan ríkja OECD og Evrópusambandsins er skoðuð, kemur m.a. eftirfarandi fram, eins og segir í frétt á heimasíðu UNICEF á Íslandi um skýrsluna:
Rétt er að taka fram að það hlutfall sem mælist á Íslandi, 12,4%, þýðir að eitt barn af hverjum átta búi við fátækt. Upplýsingar um umsækjendur um alþjóðlega vernd eru ekki inni í þessum tölum.
...
Börn með fötlun eða úr fjölskyldum sem tilheyra minnihlutahópum eru líka í yfir meðallagi líklegri til að búa við fátækt en önnur börn.
Þá kemur fram í skýrslunni að Ísland er í hópi ríkja „þar sem fátækt barna hefur aukist hlutfallslega mest á áðurnefndu tímabili. Eða um 10 prósent eða meira.“ Tímabilið sem um ræðir er 2014 – 2021.
Skýrsluna og frétt UNICEF á Íslandi um hana má nálgast á hlekk að neðan.
https://www.unicef.is/eitt-af-hverjum-fimm-bornum-bua-vid-fataekt-i-rikustu-londum-heims
Rannsóknir sýna að endurgjaldslausar skólamáltíðir og bætt næring hefur jákvæð áhrif á námsárangur, heilsu og dregur úr ójöfnuði meðal barna.
Landssamtökin Þroskahjálp styðja þingsályktunartillöguna mjög eindregið og óska eftir að fá að koma á fund velferðarnefndar til að gera nefndinni betur grein fyrir áherslum sínum og sjónarmiðum varðandi málið..
Virðingarfyllst.
Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar
Anna Lára Steindal, verkefnastjóri í málefnum fatlaðra barna og ungmenna
Katarzyna Kubiś, verkefnastjóri í málefnum fatlaðra barna af erlendum uppruna
Nálgast má þingsályktunartillögu sem umsögnin á við hér