Landssamtökin Þroskahjálp vinna að réttinda- og hagsmunamálum fatlaðs fólks, með sérstaka áherslu á fötluð börn og ungmenni og fólk með þroskahömlun. Samtökin byggja stefnu sína á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, Barnasáttmála SÞ og öðrum fjölþjóðlegum mannréttindasamningum. Um 20 félög eiga aðild að samtökunum með um 6 þúsund félagsmenn.
Samtökin þakka fyrir að fá tillöguna til umsagnar og taka undir þau sjónarmið og áherslur sem fram koma í henni. Landssamtökin Þroskahjálp lýsa sig reiðubúin til samstarfs og ráðgjafar við gerð aðgerðaáætlunarinnar verði þingsályktunartillagan samþykkt.
Anna Lára Steindal, verkefnisstjóri í málefnum barna og ungmenna.
. Nálgast má þingsályktunartillöguna sem umsögnin á við hér.