Hvað stendur í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir?
Hér er fjallað um hvaða atriði það eru sem skipta fatlað fullorðið fólk mestu máli í lögunum.
Ekki er verið að nota orðréttan texta heldur er reynt að fjalla um hvaða atriði það eru í hverri og einni grein laganna sem gott er að vita um.
Ef fólk vill sjá sjálfan lagatextann er hægt að nálgast hann hér.
1. kafli – Markmið lagana.
Í 1. grein er fjallað um:
Að fatlað fólk eigi að fá eins góða þjónustu og hægt er að veita.
Þjónustan á að miðast við að fatlað fólk njóti allra mannréttinda og geti lifað sjálfstæðu lífi og að það njóti virðingar.
Það á að fara eftir öllum mannréttinda samningum og þá sérstaklega eftir samningu Sameinuðu þjóðana um réttindi fatlaðs fólks og réttindi barnsins
Réttur til þjónustu
Í 3. grein er fjallað um:
Að fatlað fólk eigi líka rétt á aðstoð sem tryggð er í öðrum lögum, til dæmis í lögum um félags-þjónustu sveitarfélaga.
Lögin eiga að tryggja þeim þjónustu sem þurfa mikla aðstoð vegna fötlunar sinnar. Miðað er við að þegar þörf er fyrir aðstoð er meiri en 15 tímar á viku, þá fái fólk aðstoð samkvæmt þessum lögum.
Fólk á rétt á þjónustu þar sem það vill búa.
2. kafli – Stjórn, skipulag og eftirlit
Í 4. grein er fjallað um:
Að félagsmálar-áðherra fari með yfirstjórn málefna fatlaðs fólks og fylgjast með framkvæmd laganna.
Félagsmála-ráðherra hefur eftirlit með að réttindi fatlaðs fólks séu tryggð.
Félagsmála-ráðherra skal hafa fatlað fólk með í ráðum við þegar hann undibýr stefnu sína.
Ef ráðherra telur að sveitarfélögin vinni ekki eftir lögunum lögin getur hann gert athugasemdir við það og beðið sveitarfélögin um að gera tillögur um hvernig þau ætla að bæta þjónustuna.
Ábyrgð
Í 5. grein er fjallað um:
Að sveitarfélögin bera ábyrgð á gæðum þjónustunnar og eiga að hafa eigið eftirlit með gæðum hennar.
Þjónusta veitt af öðrum en sveitarfélögum
Í 6. grein er fjallað um:
Að Sveitarfélög geta samið við aðra, eins og félaga-samtök að veita þjónustu.
Sveitarfélögin verða þá að að tryggja að fatlað fólk sé ekki í verri stöðu eða fái minni þjónustu en ef það fengi þjónustuna frá sveitarfélaginu sjálfu
Í 7. grein er fjallað um:
Að félagasamtök og aðrir sem ætla að veita þjónustu samkvæmt lögunum þurfi að fá til þess leyfi hjá ráðuneytinu.
Einstaklingar sem ætla til dæmis að vera með sumardvalir fatlaðs fólks þurfa líka leyfi hjá ráðuneytinu.
Ráðuneytið á að leita álits hjá notendráði sveitarfélagsins áður en það veitir leyfið.
Ef sá sem hefur fengið leyfi er ekki að veita góða þjónustu samkvæmt lögunum er hægt að taka af honum leyfið.
3. kafli - þjónusta
Í 8. grein er fjallað um:
Að fatlað fólk á rétt á aðstoð sem er nauðsynleg til að geti tekið þátt í samfélaginu án aðgreiningar.
Aðstoðin á meðal annars að hjálpa fólki við að búa sjálfstætt og taka þátt í tómstundum og félagslífi.
Aðstoða á fötluð börn og foreldra þeirra þannig að börnin fá góða umönnun og öruggt heimili.
Það á líka að aðstoða fatlaða foreldra við umönnun og uppeldi barna sinna.
Ef sveitarfélög ætla að leggja niður einhverja þjónustu-stofnun þurfa þau að kanna fyrst hvað hagsmuna-samtökum og ráðherra finnst um það.
Bústeta
Í 9. grein er fjallað um:
Að fatlað fólk á rétt á húsnæði miðað við þarfir sínar og samkvæmt óskum sínum.
Það á að aðstoða fatlað fólk við að eiga eigið heimili og til að það geti tekið þátt í samfélaginu.
Fatlað fólk á rétt á að ákveða sjálft hvar það vill búa og með hverjum það vill búa.
Það má ekki gera það að skilyrði fyrir þjónustu að fólk búi á ákveðnum stöðum eins og t.d. í sambýli eða búsetu-kjarna.
Notendasamningar
Í 10.grein er fjallað um :
Að fatlað fólk geti sótt um að gerður sé samningur um að það annist sjálft hvaða fyrirkomulag sé á stuðningi og aðstoð við það.
Þetta er gert til að auka val fólks á hvernig aðstoð sem það á rétt á er framkvæmd.
Sveitarfélagið setur nánari reglur um hvernig slíkir samningar eigi að vera.
Notendastýrð persónuleg aðstoð N.P.A
Í 11. grein er fjallað um:
Að fatlað fólk á rétt á NPA þurfi það mikla aðstoð við að hugsa um sjálft sig, heimil sitt og taka þátt í félagslífi, vinnu og námi.
Einstaklingurinnn sjálfur skipuleggur þá hvernig aðstoðin er veitt og ræður fólk til þess að aðstoða sig.
Þeir sem vegna fötlunar eiga erfitt með að skipuleggja aðstoðina eiga rétt á að fá sérstaka aðstoð við það.
Einstaklingsbundnar áætlanir um þjónustu.
Í 12. grein er fjallað um:
Að Þeir sem þurfa félagslega aðstoð og líka aðstoð frá öðrum aðilum, t.d. vegna heilsufars eða skólagöngu eiga rétt á að fá samræmda áætlun um aðstoðina sem þeir fá.
Félagsþjónustan á að kalla til starfsfólk frá öðrum aðilum og saman eiga þau að mynda hóp sem skipuleggur hvernig þjónustan verður sem best skipulögð.
4. kafli - Þjónusta við fötluð börn og fjölskyldur þeirra.
Í 13. grein er fjallað um:
Að börn eiga að fá alla þá þjónustu sem þarf til að þau geti notið mann-réttinda og lifað sjálfstæðu lífi án aðgreiningar.
Það á alltaf að miða þjónustuna við það sem er barninu fyrir bestu og það á alltaf að hafa barnið með í ráðum við allar ákvarðanir.
Fötluð börn eiga að geta lifað sjálfstæðu lífi í samvistun við önnur börn og fá að njóta sambærilegrar menntunar og tómstunda og önnur börn.
Fjölskyldur fatlaðra barna eiga að fá nægjanlega þjónustu til að að börn þeirra geti notið réttinda sinna.
Í 14. grein er fjallað um:
Að Það eigi alltaf að veita barni aðstoð um leið og talið er að það þurfi aðstoð en ekki að bíða með aðstoðina þannga til greining liggur fyrir.
Í 15. grein er fjallað um:
Að fjölskyldur fatlaðra barna eiga rétt á stuðnings-fjölskyldu sem aðstoðar fjölskylduna m.a. með því að barnið býr nokkra daga í mánuð hjá stuðnings-fjölskyldunni.
Í 16. grein er fjallað um:
Að Það eigi að bjóða fötluðum börnum og ungmennum uppá frístunda-þjónustu eftir að skólatíma lýkur. Þessi þjónusta skal vera í boði þar til ungmennið klárar framhaldsskóla (20 ára). Frístunda-þjónustan á að miðast við þarfir hvers einstaklings.
Í 17. grein er fjallað um:
Að fötluð börn og ungmenni sem hafa miklar umönnunar-þarfir eiga rétt á skammtíma-dvöl. Það er líka hægt að fá aðstoð frá skammtíma-dvöl á heimili barns í stað þess að senda barnið á skammtíma-dvalarstað.
Í 18 . grein er fjallað um:
Fötluð börn eiga að geta farið í sumardvalir eins og önnur börn.
Í 19. grein er fjallað um:
Að þegar börn sem fá félagslega aðstoð þurfa að fá aðstoð frá fleiri sérfræðingum, eins og vegna heilsufars eða skólagöngu, þá á að gera samræmda áætlun um aðstoðina.
Félagsþjónustan á að kalla til starfsfólk frá öðrum aðilum og saman eiga þau að mynda hóp sem skipuleggur hvernig þjónustan verður best skipulögð.
Í 20. grein er fjallað um:
Að ráðuneyti eigi að skipa hóp með sérfæðingum sem á að ráðleggja um aðstoð við þau börn sem þurfa svo mikla aðstoð að það getur verið erfitt að veita þá aðstoð heima hjá foreldrum barninu.
Í 21. grein er fjallað um:
Að ef sérfræði-teymið telur að það sé barninu fyrir bestu að búa annars staðar en hjá fjölskyldu sinni eigi fyrst að reyna að finna því heimili nálægt fjölskyldunni en ef það er ekki mögulegt megi útbúa sérstök heimili fyrir börn sem eru með miklar þroska- og geðraskanir.
5. kafli - Atvinnumál
Í 22. grein er fjallað um:
Að Vinnumála-stofnun eigi að skipuleggja vinnumál fyrir fatlað fólk, t.d. reka vinnu-miðlanir og meta vinnufærni. Vinnumála-stofnun á líka aðstoða fatlað fólk að við að fá vinnu og styðja það á almennum vinnumarkaði.
Sveitarfélögin bera ábyrgð á verndaðari vinnu, hæfingu og virkniþjálfun.
Fatlað fólk á að hafa forgang að vinnu hjá ríkinu og sveitarfélögum ef það hefur sömu getu og aðrir til að vinna starfið.
Í 24. grein er fjallað um:
Að fatlað fólk skuli eiga kost á atvinnu og hæfingu til að auka möguleika þess til þátttöku í daglegu lífi.
Sveitarfélögin eiga að bjóða uppá verndaða vinnustaði og hæfingarstaði og veita fötluðu fólki margs konar dagþjónustu.
Það á líka veita starfsþjálfun á almennum vinnumarkaði.
Í 25. grein er fjallað um:
Að sveitarfélögin geta veitt fötluðu fólki styrki til að kaupa verkfæri og tæki ef fólk ætlar sjálft að fara að stofna fyrirtæki eftir að hafa verið í endurhæfingu.
Það er líka hægt að sækja um styrk til að borga fyrir skólagöngu sem ekki er greidd af öðrum.
6. kafli - Stjórnendur og starfsfólk
Í 26. grein er fjallað um:
Að öll sveitarfélög eiga að hafa þroskaþjálfa í vinnu og ef þörf krefur eiga líka að vinna fleiri sérfræðingar hjá sveitarfélaginu.
Sveitarfélög mega ekki ráða starfsfólk til að vinna með fötluðu fólki sem hefur fengið dóm fyrir kynferðis-ofbeldi eða annað ofbeldi.
Í 27. grein er fjallað um:
Að starfsfólk sem vinnur með fötluðu fólki á alltaf að sýna því virðingu og standa vörð um hagsmuni þess og mannréttindi.
Ef starfsfólk sér að það er verið að brjóta á réttindum fatlaðs fólk á það að tilkynna það til réttindagæslu-manns.
Í 28. grein er fjallað um:
Að allir sem vinna með fötluðu fólki mega ekki tala við aðra um það sem þeir sjá og heyra í vinnunni. Þetta á líka við þó að þeir séu hættir í vinnunni.
Í 29. grein er fjallað um:
Að alltaf eigi að fylgja lögum um persónulegar upplýsingar og tryggja að aðrir en þeir sem þurfa að nota upplýsingarnar fái ekki aðgang að þeim.
7. kafli - Málsmeðferð
Í 30. grein er fjallað um:
Að alltaf eigi að veita nægjanlega þjónustu miðað við þarfir einstaklings og að allar ákvarðanir skuli vera í samvinnu við hann. Þjónustan á lika að vera í því formi sem einstaklingurinn vill ef það er hægt .
Í 31. grein er fjallað um:
Að umsóknir skuli sendar til sveitarfélagsins þar sem maður á lögheimili eða til þess aðila sem sér með þjónustuna ef það er ekki lögheimilis-sveitarfélagið.
Hópur fagfólks á að meta hvernig er hægt að veita þjónustu miðað við þarfir og eftir óskum þess sem sækir um.
Það á alltaf að hafa samstarf við þann sem sækir um þjónustuna og matið á þjónustu-þörfinni á alltaf að vera faglegt.
Fötluð börn eiga líka að vera með í ráðum um þá þjónustu sem þau þurfa.
Í 32. grein er fjallað um:
Að þeir sem vinna hjá sveitarfélögum eiga að hafa samband við fólk ef þeir halda að það geti átt rétt á þjónustu en ekki bíða eftir því að einstaklingur komi sjálfur og sæki um.
Í 33. grein er fjallað um:
Að Þeir sem taka ákvörðun um þjónustuna verða alltaf að hafa alla pappíra og allar nauðsynlegar upplýsingar áður en tekin er ákvörðun.
Það á að leiðbeina þeim sem eru að sækja um þjónustu um hvaða pappíra þeir þurfa að koma með eða að fá leyfi frá þeim til að sveitarfélagið nálgist þá pappíra frá öðrum.
Í 34. grein er fjallað um:
Að alltaf eigi að taka ákvörðun um að veita þjónustu eins fljótt og hægt er.
Ef ekki er hægt að veita þjónustuna strax og hún hefur verið samþykkt skal láta vita af því og hvers vegna það er.
Ef ekki er hægt að veita þjónustu sem hefur verið samþykkt innan þriggja mánaða á líka að benda fólki á hvaða þjónustu það getur fengið á meðan það bíður.
Ef umsókn um þjónustu er hafnað verður að gera það skriflega og taka fram af hverju umsókninni var hafnað.
Það á þá líka að leiðbeina um hvernig hægt er að fá endurskoðun á því að umsókninni var hafnað.
Í 35. grein er fjallað um:
Að ef fólk er óánægt með ákvörðun þeirra sem taka ákvörðun um þjónustu er hægt að kæra það til sérstakrar nefndar innan þriggja mánaða frá því að ákvörðunin var tilkynnt.
Ef fólk er óánægt með niðurstöðu nefndarinnar er hægt að fara með málið fyrir dómstóla.
8. kafli - Samráð
Í 36. grein er fjallað um:
Að Félags-málaáðherra eigi að skipa samráðs-nefnd um málefni fatlaðs fólks. Meiri hluti þeirra sem sitja í nefndinni á að vera fatlað fólk.
Í 37. grein er fjallað um:
Að Félags-málaráðherra eigi að gera fjögurra ára framkvæmda-áætlun í málefnum fatlaðs fólks og kynna hana fyrir Alþingi áður en ár er liðið frá síðustu alþingis-kosningum. Þessa áætlun á hann að vinna í samráði við sveitarfélög og félög fatlaðs fólks.
9. kafli - Peningamál
Í 38. grein er fjallað um:
Að sveitarfélögin eiga að borga það sem þjónustan kostar og líka fyrir hús og fleira sem þarf að koma upp vegna þjónustu við fatlað fólk.
Ákvæði til bráðbirgða
Í ákvæði 1 til bráðbirgða er fjallað um:
Að hámarksfjölda samninga vegna NPA þjónustu verði ákveðnir fyrir hvert ár til ársins 2022 og geti þá verið orðnir 172. Eftir það er enginn regla um hámarksfjölda NPA samninga.
Í ákvæði 2 til bráðbirgða er fjallað um:
Að það eigi að bjóða þeim sem núna búa á stofnunum eða í herbergjasambýlum að flytja þaðan í íbúðir.